Viðskipti erlent

Írar segjast ekki þurfa neyðarlán frá ESB

Óli Tynes skrifar
Batt O´Keeffe, ráðherra.
Batt O´Keeffe, ráðherra.

Írskur ráðherra hefur neitað því að landið sé undir vaxandi þrýstingi að sækja um neyðarlán hjá Evrópusambandinu. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Írland hafi átt í leynilegum viðræðum við Evrópusambandið til þess að fá aðgang að neyðarsjóðnum sem stofnaður var eftir gríska hrunið.

Batt O´Keeffe, viðskiptaráðherra segir að þetta sé af og frá. Gagnstætt því sem sé með Grikkland sé Írland fjármagnað fram í júlí á næsta ári og eigi meira að segja drjúgan varasjóð.

Staða Írlands verður rædd á fundi fjármálaráðherra Evrópusambandsins sem hefst á morgun og lýkur á miðvikudag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×