Ofsahræðsla meðal fjárfesta vegna stöðu Grikklands 23. apríl 2010 09:21 Mikil ofsahræðsla greip um sig meðal fjárfesta á alþjóðamörkuðum í gærdag vegna stöðunnar í Grikklandi. Vextir á 2ja ára ríkisskuldabréfum Grikkja fóru yfir 10% og vextir á bréfum til 10 ár fóru yfir 9%. Fáir fást til að kaupa þessi bréf en allir vilja kaupa tryggingar á þau.Fréttir um að fjárlagahallinn í Grikklandi væri meir en stjórnvöld höfðu áætlað bætti ekki stöðuna. Hallinn er 13,6% en áætlunin gerði ráð fyrir 12,9% halla. Raunar telur ESB að hallinn sé öfugu meginn við 14% í augnablikinu að því er segir í fréttum erlendra fjölmiðla.Matsfyrirtækið Moody´s lækkaði lánshæfiseinkunn Grikklands úr A2 og í A3 þegar upplýsingar um fjárlagahallann lágu fyrir. Einkunnin er með neikvæðum horfum.Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Grikklands snarhækkaði í gær og stendur nú í tæplega 650 punktum. Er Grikkland komið í þriðja sætið á lista þjóða í mestri hættu á gjaldþroti. Samkvæmt gagnaveitunni CMA eru líkurnar á þjóðargjaldþroti Grikklands nú metnar á rúmlega 41%.Viðræður standa nú yfir milli fulltrúa frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS), ESB og grískra stjórnvalda um aðgerðir til að komast hjá greiðslufalli gríska ríkisins á skuldum sínum. Grikkir þurfa að borga rúmlega 8 milljarða evra í næsta mánuði og rúmlega 28 milljarða evra fyrir árslok 2011. Rætt er um að AGS og ESB leggi landinu til allt að 45 milljarða evra. Talið er að samingaviðræður mun standa a.m.k. næstu tvær vikurnar og jafnvel lengur.Samkvæmt frétt á börsen.dk í morgun er gríska ástandið nú að byrja að smita út frá sér til Portúgal sem einnig glímir við mikinn skuldavanda. Vextir á ríkisskuldabréfum Portúgal til 10 ára hafa hækkað töluvert í morgun og nálgast nú 5% markið.Þá hefur gengi evrunnar gefið verulega eftir að undanföru og hefur ekki verið lægra gangvart dollaranum síðan í fyrravor. Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Mikil ofsahræðsla greip um sig meðal fjárfesta á alþjóðamörkuðum í gærdag vegna stöðunnar í Grikklandi. Vextir á 2ja ára ríkisskuldabréfum Grikkja fóru yfir 10% og vextir á bréfum til 10 ár fóru yfir 9%. Fáir fást til að kaupa þessi bréf en allir vilja kaupa tryggingar á þau.Fréttir um að fjárlagahallinn í Grikklandi væri meir en stjórnvöld höfðu áætlað bætti ekki stöðuna. Hallinn er 13,6% en áætlunin gerði ráð fyrir 12,9% halla. Raunar telur ESB að hallinn sé öfugu meginn við 14% í augnablikinu að því er segir í fréttum erlendra fjölmiðla.Matsfyrirtækið Moody´s lækkaði lánshæfiseinkunn Grikklands úr A2 og í A3 þegar upplýsingar um fjárlagahallann lágu fyrir. Einkunnin er með neikvæðum horfum.Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Grikklands snarhækkaði í gær og stendur nú í tæplega 650 punktum. Er Grikkland komið í þriðja sætið á lista þjóða í mestri hættu á gjaldþroti. Samkvæmt gagnaveitunni CMA eru líkurnar á þjóðargjaldþroti Grikklands nú metnar á rúmlega 41%.Viðræður standa nú yfir milli fulltrúa frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS), ESB og grískra stjórnvalda um aðgerðir til að komast hjá greiðslufalli gríska ríkisins á skuldum sínum. Grikkir þurfa að borga rúmlega 8 milljarða evra í næsta mánuði og rúmlega 28 milljarða evra fyrir árslok 2011. Rætt er um að AGS og ESB leggi landinu til allt að 45 milljarða evra. Talið er að samingaviðræður mun standa a.m.k. næstu tvær vikurnar og jafnvel lengur.Samkvæmt frétt á börsen.dk í morgun er gríska ástandið nú að byrja að smita út frá sér til Portúgal sem einnig glímir við mikinn skuldavanda. Vextir á ríkisskuldabréfum Portúgal til 10 ára hafa hækkað töluvert í morgun og nálgast nú 5% markið.Þá hefur gengi evrunnar gefið verulega eftir að undanföru og hefur ekki verið lægra gangvart dollaranum síðan í fyrravor.
Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent