Royal Unibrew býður ekki í bruggverksmiðju í Eþíópíu 15. nóvember 2010 11:59 Næststærsta brugghús Danmerkur, Royal Unibrew, er eitt af fimm brugghúsum sem boðið hefur verið að bjóða í ríkisrekna bruggverksmiðju í Eþíópíu. Meðal annarra sem keppa um þessa verksmiðju eru Heineken, SABMiller og Diego. Eins og áður hefur komið fram heldur Straumur enn á 4,99% hlut í Royal Unibrew og Stoðir eiga tæplega 6%. Greint var frá málinu á Bloomberg fréttaveitunni sem aftur vitnaði í eþíópska blaðið Fortune en visir.is greindi frá því í morgun. Þar segir að verksmiðjan sem hér um ræðir, Meta Abo Brewery, framleiði um 60 milljónir lítra af bjór á ári og sé næststærsti aðilinn á bjórmarkaðinum í Eþíópíu. Nú hefur forstjóri Unibrew sagt við danska fjölmiðla að ekkert sé hæft í þessari frétt Fortune og þeir séu ekki að reyna að kaupa þessa bruggverksmiðju. Hinsvegar sé Royal Unibrew að ná sér á strik aftur eftir fjármálakreppuna og sé að líta eftir tækifærum á markaðinum. Nordea Markets breytti nýlega verðmati sínu á hlutum í danska brugghúsinu Royal Unibrew og hækkaði það verulega. Nordea hefur hækkað mat sitt úr 275 danskar kr . á hlut upp í 310 danskar kr. á hlut. Í umfjöllun um verðmat Nordea á business.dk í síðasta mánuði segir að Royal Unibrew muni birta endurmat á væntingum um hagnað ársins í ár þann 25. nóvember . Nordea reiknar með að við það tækifæri muni brugghúsið tilkynna um vænar arðgreiðslur til hluthafa á næsta ári. Í ársfjórðungsuppgjörum brugghússins í ár hefur verið greint frá því að væntingar eru um allt að 255 milljón danskra kr. eða yfir 5 milljarða kr. hagnað eftir árið. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Næststærsta brugghús Danmerkur, Royal Unibrew, er eitt af fimm brugghúsum sem boðið hefur verið að bjóða í ríkisrekna bruggverksmiðju í Eþíópíu. Meðal annarra sem keppa um þessa verksmiðju eru Heineken, SABMiller og Diego. Eins og áður hefur komið fram heldur Straumur enn á 4,99% hlut í Royal Unibrew og Stoðir eiga tæplega 6%. Greint var frá málinu á Bloomberg fréttaveitunni sem aftur vitnaði í eþíópska blaðið Fortune en visir.is greindi frá því í morgun. Þar segir að verksmiðjan sem hér um ræðir, Meta Abo Brewery, framleiði um 60 milljónir lítra af bjór á ári og sé næststærsti aðilinn á bjórmarkaðinum í Eþíópíu. Nú hefur forstjóri Unibrew sagt við danska fjölmiðla að ekkert sé hæft í þessari frétt Fortune og þeir séu ekki að reyna að kaupa þessa bruggverksmiðju. Hinsvegar sé Royal Unibrew að ná sér á strik aftur eftir fjármálakreppuna og sé að líta eftir tækifærum á markaðinum. Nordea Markets breytti nýlega verðmati sínu á hlutum í danska brugghúsinu Royal Unibrew og hækkaði það verulega. Nordea hefur hækkað mat sitt úr 275 danskar kr . á hlut upp í 310 danskar kr. á hlut. Í umfjöllun um verðmat Nordea á business.dk í síðasta mánuði segir að Royal Unibrew muni birta endurmat á væntingum um hagnað ársins í ár þann 25. nóvember . Nordea reiknar með að við það tækifæri muni brugghúsið tilkynna um vænar arðgreiðslur til hluthafa á næsta ári. Í ársfjórðungsuppgjörum brugghússins í ár hefur verið greint frá því að væntingar eru um allt að 255 milljón danskra kr. eða yfir 5 milljarða kr. hagnað eftir árið.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira