Viðskipti erlent

Yfir 60 milljarða viðsnúningur hjá Lego í Danmörku

Kirkbi A/S móðurfélag leikfangarisans Lego í Danmörku skilaði hagnaði upp á 2,4 milljarða danskra kr. á síðasta ári. Árið áður nam tapið af rekstrinum 550 miljónum danskra kr. og er þetta því viðsnúningur upp á tæplega 3 milljarða danskra kr. eða um 64 milljarða kr. á mili áranna.

Í frétt um málið í Politiken segir að hin góða afkoma Kirkbi í fyrra byggi einkum á verulegri söluaukningu á hinni hefðubundu framleiðsluvöru Lego þ.e. Legokubbunum en Kirkbi heldur á 75% hlut í Lego. Á heimsvísu jókst salan um 63% á milli áranna.

Sören Thorup Sörensen forstjóri Kirkbi segir að uppgjör ársins 2009 sé ásættanlegt. Fyrirtækið hafi orðið illa fyrir barðinu á fjármálakreppunni 2008 en hafi náð að rétta vel úr kútnum á síðasta ári.

Auk 75% hlutar í Lego á Kirkbi þar að auki 34% hlut í Merlin Entertainment sem rekur skemmtigarða Lego víða um heiminn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×