Viðskipti erlent

Viðskiptavinir streyma til írsks banka í eigu Danske Bank

Taugatrekktir Írar streyma nú með sparifé sitt í National Irish Bank og leggja inn á reikninga þar. Írar telja þennan banka þann öruggasta í landinu þar sem hann er í eigu Danske Bank.

Þetta kemur fram í Berlingske Tidende. Fjöldi Íra óttast um innistæður sínar í bönkum landsins vegna bankakreppunnar sem ríkir á Írlandi. National Irish Bank er hinsvegar með gott lánshæfismat, þökk sé hinu danska eignarhaldi og er ekki bundinn af sömu ströngu kröfum um útlán og aðrir írskir bankar.

Talsmaður Danske Bank segir að það komi þeim ekki á óvart að innlánin séu að aukast í National Irish Bank eins og aðstæðum er háttað á Írlandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×