Umfjöllun: Keflavík ekki í vandræðum með Fjölni Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2010 22:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Mynd/Daníel Keflavík vann góðan sigur , 104-96, gegn Fjölni í kvöld í 6. umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi. Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og spiluðu fínan körfubolta, en botninn datt alveg úr leik liðsins í þeim síðari. Keflvíkingar fóru aftur á móti í gang í þriðja leikhlutanum og lögðu gruninn að öruggum sigri. Bæði lið voru með fjögur stig fyrir leikinn í kvöld og hafa byrjað heldur brösuglega í vetur. Hvorugt liðið mátti við því að tapa og því var von á spennandi og skemmtilegum leik. Keflvíkingar hafa verið að slípa saman leikmannahópinn í tímabilinu og eru loks komnir með full mannaðan hóp. Fjölnismenn gengu í gegnum þjálfaraskipti snemma á tímabilinu þegar Örvar Kristjánsson tók við liðinu, en þeir hafa bætt leik sinn töluvert í síðustu leikjum. Leikurinn hófst með mikilli skotsýningu frá gestunum í Keflavík og komust þeir yfir,16- 9. Heimamenn vöknuðu aðeins eftir það og komu sér aftur inn í leikinn. Fjölnismenn hittu virkilega vel fyrir utan þriggja stiga línuna og voru allt í einu komnir með sex stiga forystu 30-24. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 32-27 fyrir Fjölni en bæði liðin léku fínan sóknarleik fyrstu tíu mínútur leiksins. Keflvíkingar byrjuðu annan leikhluta eins og í þeim fyrsta og komust fljótlega yfir. Lazar Trifunovic, leikmaður Keflvíkinga, var að leika frábærlega og var búinn að skora 16 stig í byrjun annars fjórðungs. Rétt eins og í fyrsta leikhlutanum þá fóru Fjölnismenn í gang þegar Keflvíkingar voru komnir með gott forskot. Heimamenn byrjuðu að spila sinn leik seint í leikhlutanum og náðu aftur að komast yfir, en staðan í hálfleik var 49-45 heimamönnum í vil. Tómas Heiðar Tómasson, leikmaður Fjölnis, var að leika virkilega vel og skoraði 19 stig í fyrri hálfleik, þar af fimm þriggja stiga körfur. Keflvíkingar hófu síðari hálfleikinn vel rétt eins og hina fjórðungana, en núna náðu þeir að halda haus og héldu forskotinu. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 56-64 fyrir Keflvíkinga og allt annar bragur á liðinu frá því í fyrri hálfleiknum. Það var eins og að karfan væri stærri þeim megin sem Keflvíkingar sóttu en gjörsamlega allt fór ofan í hjá gestunum. Staðan fyrir loka fjórðunginn var 67-81 fyrir Keflvíkinga og fátt virtist geta komið í veg fyrir sigur gestanna. Keflavík hélt áfram uppteknum hættu í fjórða leikhlutanum og náðu mest 18 stiga forystu, 90-72. Fjölnismenn mega eiga það að þeir gáfust aldrei upp og spiluðu af fullum krafti út allan leiktímann. Sigurinn var aldrei í hættu hjá gestunum og lauk leiknum með 96-104 sigri Keflvíkinga. Mikil breyting er á leik Keflvíkinga frá því í byrjun móts og það er ljóst að þeir duttu í lukkupottinn þegar þeir fengu serbneska leikmanninn, Lazar Trifunovic en hann fór hreinlega á kostum í gær og skoraði 36 stig. Dominos-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira
Keflavík vann góðan sigur , 104-96, gegn Fjölni í kvöld í 6. umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi. Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og spiluðu fínan körfubolta, en botninn datt alveg úr leik liðsins í þeim síðari. Keflvíkingar fóru aftur á móti í gang í þriðja leikhlutanum og lögðu gruninn að öruggum sigri. Bæði lið voru með fjögur stig fyrir leikinn í kvöld og hafa byrjað heldur brösuglega í vetur. Hvorugt liðið mátti við því að tapa og því var von á spennandi og skemmtilegum leik. Keflvíkingar hafa verið að slípa saman leikmannahópinn í tímabilinu og eru loks komnir með full mannaðan hóp. Fjölnismenn gengu í gegnum þjálfaraskipti snemma á tímabilinu þegar Örvar Kristjánsson tók við liðinu, en þeir hafa bætt leik sinn töluvert í síðustu leikjum. Leikurinn hófst með mikilli skotsýningu frá gestunum í Keflavík og komust þeir yfir,16- 9. Heimamenn vöknuðu aðeins eftir það og komu sér aftur inn í leikinn. Fjölnismenn hittu virkilega vel fyrir utan þriggja stiga línuna og voru allt í einu komnir með sex stiga forystu 30-24. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 32-27 fyrir Fjölni en bæði liðin léku fínan sóknarleik fyrstu tíu mínútur leiksins. Keflvíkingar byrjuðu annan leikhluta eins og í þeim fyrsta og komust fljótlega yfir. Lazar Trifunovic, leikmaður Keflvíkinga, var að leika frábærlega og var búinn að skora 16 stig í byrjun annars fjórðungs. Rétt eins og í fyrsta leikhlutanum þá fóru Fjölnismenn í gang þegar Keflvíkingar voru komnir með gott forskot. Heimamenn byrjuðu að spila sinn leik seint í leikhlutanum og náðu aftur að komast yfir, en staðan í hálfleik var 49-45 heimamönnum í vil. Tómas Heiðar Tómasson, leikmaður Fjölnis, var að leika virkilega vel og skoraði 19 stig í fyrri hálfleik, þar af fimm þriggja stiga körfur. Keflvíkingar hófu síðari hálfleikinn vel rétt eins og hina fjórðungana, en núna náðu þeir að halda haus og héldu forskotinu. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 56-64 fyrir Keflvíkinga og allt annar bragur á liðinu frá því í fyrri hálfleiknum. Það var eins og að karfan væri stærri þeim megin sem Keflvíkingar sóttu en gjörsamlega allt fór ofan í hjá gestunum. Staðan fyrir loka fjórðunginn var 67-81 fyrir Keflvíkinga og fátt virtist geta komið í veg fyrir sigur gestanna. Keflavík hélt áfram uppteknum hættu í fjórða leikhlutanum og náðu mest 18 stiga forystu, 90-72. Fjölnismenn mega eiga það að þeir gáfust aldrei upp og spiluðu af fullum krafti út allan leiktímann. Sigurinn var aldrei í hættu hjá gestunum og lauk leiknum með 96-104 sigri Keflvíkinga. Mikil breyting er á leik Keflvíkinga frá því í byrjun móts og það er ljóst að þeir duttu í lukkupottinn þegar þeir fengu serbneska leikmanninn, Lazar Trifunovic en hann fór hreinlega á kostum í gær og skoraði 36 stig.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira