Viðskipti erlent

Stórbankinn Wells Fargo flaug í gegnum kreppuna

Bandaríski stórbankinn Wells Fargo fór á fljúgandi siglingu í gegnum fjármálakreppuna. Uppgjörið fyrir fjórða ársfjórðung í fyrra sýnir að árið 2009 var það besta í sögu bankans hvað hagnað og veltu varðar.

Hagnaður Wells Fargo á fjórða ársfjórðungi í fyrra nam 2,8 milljörðum dollara eða um 355 milljarðar kr. Varð því hagnaður af rekstri bankans á öllum fjórðungum á síðasta ári. Uppgjörið er langt umfram væntingar sérfræðinga sem höfðu reiknað með 1,6 milljarða dollara hagnaði á fjórða ársfjórðungi.

Til samanburðar má nefna að á fjórða ársfjórðungi ársins 2008 var tap á rekstri Wells Fargo upp á 2,55 milljarða dollara.

Í umfjöllun erlendra fjölmiðla um uppgjör Wells Fargo kemur fram að hagnaður bankans er einkum frá fjárfestingabankastarfsemi hans. Í heild nam hagnaður ársins í fyrra 12,3 milljörðum dollara eða rúmum 1.500 milljörðum kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×