Viðskipti erlent

Ein fyrsta Apple tölvan seld á 24 milljónir á uppboði

Ein af fyrstu einkatölvunum sem Apple framleiddi, kölluð Apple 1, var seld fyrir 24 milljónir króna á uppboði hjá Christie´s í London í gær.

Tölvan var í upprunalegu umbúðum sínum og með henni fylgdi bréf frá Steve Jobs, sölumanni hennar og öðrum af stofnendum Apple tölvurisans.

Apple 1 var aðeins framleidd í 200 eintökum og kostaði 76 þúsund krónur þegar hún kom á markaðinn árið 1976.

Kaupandi tölvunnar var ítalskur viðskiptamaður og safnari. Steve Wozniak hinn stofandi Apple var viðstaddur uppboðið og áritaði bréf Jobs að uppboðinu loknu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×