Viðskipti erlent

Verð á hlutum í Eik Banki hrapa í Kaupmannahöfn

Tilkynning um fjárhagslega erfiðleika Eik Banki hafa farið illa í fjárfesta í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. Hlutirnir hafa hrapað og eftir klukkutímaviðskipti höfðu þeir lækkað um 45,3% í verði.

Í frétt um málið í business.dk segir að um 10.000 hlutir hafi skipt um eigendur á fyrsta klukkutímanum eftir að Kauphöllin opnaði. Á venjulegum degi skipta um 1.700 hlutir í bankanum um eigendur.

Þessi mikla lækkun í morgun þýðir að markaðsverðmæti Eik Banki hefur minnkað um 57% frá áramótum og stendur nú í 285 milljónum danskra kr. eða um 5,7 milljarða kr.

Kauphöllin á Íslandi hefur tilkynnt að hlutabréf í Eik Banki hafi verið færð á athugunarlista vegna óvissu um fjárhagslega stöðu bankans.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×