Viðskipti erlent

Tekjur Boeing námu 94 milljörðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rekstur Boeing gekk vel á þriðja ársfjórðungi. Mynd/ AFP.
Rekstur Boeing gekk vel á þriðja ársfjórðungi. Mynd/ AFP.
Hagnaður varð á rekstri Boeing verksmiðjanna á þriðja ársfjórðungi. Fyrirtækinu bárust pantanir um framleiðslu á 221 nýrri þotu á tímabilinu.

Tekjur fyrirtækisins námu 837 milljónum bandaríkjadala á ársfjórðungnum, upphæð sem nemur um 94 milljörðum íslenskra króna. Ekki kemur fram hver hagnaður framleiðandans var.

Rekstur fyrirtækisins gekk ekki eins vel á sama tímabili í fyrra. Þá tapaði fyrirtækið 1,56 milljarði bandaríkjadala. Tapið þá var rakið til þess að dregist hafði að afgreiða pantanir á nýjum vélum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×