Viðskipti erlent

Grikkir selja eyjar til að létta á skuldastöðunni

Grísk stjórnvöld leita nú allra leiða til að ná tökum á nær óviðráðanlegri skuldastöðu landsins. Meðal þeirra leiða er sala á nokkrum fjölda eyja sem liggja úti fyrir ströndum landsins.

Þegar er farið að auglýsa þessar eyjar til sölu en áhugasamir kaupendur munu einkum vera rússneskir og kínverskir fjárfestar að því er segir í frétt í Guardian.

Fyrir utan beina sölu mun einnig vera í boði fyrir áhugasama að taka eyjarnar á leigu til langs tíma. Eyjarnar undan ströndum Grikklands skipta þúsundum en aðeins 227 af þeim eru búsettar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×