Viðskipti erlent

Slæmi bankinn skilar hagnaði en sá góði er rekinn með tapi

Slæmi hlutinn af breska bankanum Northern Rock hefur skilað töluverðum hagnaði á fyrrihluta ársins á meðan að góði hluti bankans hefur skilað tapi.

Hrun bankans árið 2008 markaði upphafið að fjármálakreppunni í Bretlandi. Eftir hrunið var bankanum skipt upp í slæman og góðan banka þar sem skuldir og léleg lán voru skilin eftir í slæma bankanum en ríkissjóður tók yfir góða hlutann þar sem innlánin voru til staðar.

Það sem gerst hefur er að lánin í slæma bankanum hafa skilað sér að mestu í hús, 90% þeirra eru í skilum. Þetta hefur þýtt hagnað upp á 350 milljónir punda eða rúmlega 65 milljarða kr.á fyrstu sex mánuðum ársins.

Hinsvegar hefur góði bankinn tapað rúmlega 140 milljónum punda eða um 26 milljarða kr. á því að greiða meiri vexti af innlánunum en hann hefur aflað með vaxtatekjum af útlánum bankans, að því er segir í frétt í Telegraph.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×