Viðskipti erlent

AGS bjartsýnni en áður í nýrri efnahagsspá

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) er bjartsýnni en áður í nýrri efnahagsspá sinni fyrir heiminn í ár. Ástæðan er einkum vöxtur í Asíu og aukning á einkaneyslu í Bandaríkjunum. Skuldakreppan í Evrópu er hinsvegar mikill áhættuvaldur hvað varðar batnandi horfur.

Fjallað er um málið á Reuters en þar segir að AGS hafi nú uppfærst spá sína frá því í apríl hvað hagvöxt í heiminum varðar fyrir árið í ár. Nú gerir sjóðurinn ráð fyrir 4,6% hagvexti í ár í stað 4,2% í apríl. Hinsvegar heldur sjóðurinn spá sinni um hagvöxt á næsta ári óbreyttri eða 4,3%.

Hvað einstaka lönd varðar telur sjóðurinn að draga muni úr hagvexti á næsta ári á evrusvæðinu, Bretlandi, Kanada og Japan. Hinsvegar muni hagvöxtur aukast í Kína og Brasilíu frá því sem áður var spáð.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×