Viðskipti erlent

Methagnaður hjá Microsoft

Methagnaður varð af starfsemi tölvurisans Microsoft á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Hagnaðurinn nam 16 milljörðum dollara eða tæplega 2.000 milljörðum króna. Sala Microsoft jókst um 22% á ársfjórðungnum einkum vegna mikillar eftirspurnar á Windows 7 hugbúnaðinum.

Þessi hagnaður er töluvert umfram væntingar sérfræðinga og hækkuðu hlutabréf í Microsoft um 3% í utanmarkaðsviðskiptum í gær þegar uppgjörið var kynnt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×