Viðskipti erlent

Al Fayed selur Harrods

Al Fayed hefur átt Harrods í aldarfjórðung en nú er að hans sögn kominn tími til þess að börn hans og barnabörn fái meiri athygli.
Al Fayed hefur átt Harrods í aldarfjórðung en nú er að hans sögn kominn tími til þess að börn hans og barnabörn fái meiri athygli.

Milljarðamæringurinn Mohammed Al Fayed hefur selt Harrods verslunina í London og hyggst setjast í helgan stein. Það ætti að vera honum auðvelt því kaupverðið er einn og hálfur milljarður punda. Harrods er ein sögufrægasta verslun heims og nýju eigendurnir eru konungsfjölskyldan í Quatar.

Al Fayed hefur átt Harrods í aldarfjórðung en nú er að hans sögn kominn tími til þess að börn hans og barnabörn fái meiri athygli. Hann verður þó áfram einskonar heiðurs-stjórnaformaður verslunarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×