Tryggingarfélög hagnast vel á Facebook 8. febrúar 2010 11:00 Með tilkomu Facebook er það orðið mun léttara verk fyrir tryggingarfélög að upplýsa um tryggingarsvik. Á síðustu fjórum árum hefur tryggingarfélag sparað sér greiðslur á tryggingabótum upp á rúma þrjá milljarða með því að nýta sér upplýsingar af Facebook.Í umfjöllun blaðsins Dagens Næringsliv segir að norska tryggingarfélagið Gjensidige hafi neitað að greiða út tryggingarbætur upp á 150 milljónir norskra kr. síðustu fjögur árin þar sem félagið taldi um tryggingarsvik að ræða. Svik sem komu í ljós á Facebook og álíka samskiptasíðum á netinu."Við finnum út meira og meira á þessum netsíðum. Fólk leggur æ fleiri upplýsingar um sjálft sig á netið, myndir og upplýsingar sem passa illa saman við þær upplýsingar sem þetta fólk hefur látið okkur í té," segir Vera Sönsthagen en hún rannsakar tryggingarsvik fyrir Gjensidige.Í greininni er tekið dæmi af manni sem krafðist bóta af Gjensidige vegna bílslys sem hann sagðist hafa lent í. Hann fékk engar greiðslur því hann hafði lagt inn myndir á Facebook síðu sína af sjálfum sér að kafa í Rauðahafinu. Myndirnar sem voru teknar á sama tíma og bílslysið átti að hafa gerst. Mest lesið Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Með tilkomu Facebook er það orðið mun léttara verk fyrir tryggingarfélög að upplýsa um tryggingarsvik. Á síðustu fjórum árum hefur tryggingarfélag sparað sér greiðslur á tryggingabótum upp á rúma þrjá milljarða með því að nýta sér upplýsingar af Facebook.Í umfjöllun blaðsins Dagens Næringsliv segir að norska tryggingarfélagið Gjensidige hafi neitað að greiða út tryggingarbætur upp á 150 milljónir norskra kr. síðustu fjögur árin þar sem félagið taldi um tryggingarsvik að ræða. Svik sem komu í ljós á Facebook og álíka samskiptasíðum á netinu."Við finnum út meira og meira á þessum netsíðum. Fólk leggur æ fleiri upplýsingar um sjálft sig á netið, myndir og upplýsingar sem passa illa saman við þær upplýsingar sem þetta fólk hefur látið okkur í té," segir Vera Sönsthagen en hún rannsakar tryggingarsvik fyrir Gjensidige.Í greininni er tekið dæmi af manni sem krafðist bóta af Gjensidige vegna bílslys sem hann sagðist hafa lent í. Hann fékk engar greiðslur því hann hafði lagt inn myndir á Facebook síðu sína af sjálfum sér að kafa í Rauðahafinu. Myndirnar sem voru teknar á sama tíma og bílslysið átti að hafa gerst.
Mest lesið Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira