Viðskipti erlent

Efnaðir Danir nota mest af svörtu vinnuafli

Ný rannsokn leiðir í ljós að hinir efnameiri meðal Dana nota mest af svörtu vinnuafli í Danmörku. Þeir eru raunar stórnotendur á svörtu vinnuafli.

Rannsóknin, sem unnin var á vegum Rockwool-sjóðsins, leiddi í ljós að annað hvert heimili í Danmörku þar sem tekjurnar nema meir en einni milljón danskra kr. á ári eða 21 milljón kr. hefur nýtt sér svart vinnuafl á undanförnu ári.

Til samanburðar hefur aðeins þriðja hvert heimili þar sem árstekjurnar eru undir 600 þúsund dönskum kr. borgað fyrir svarta vinnu á sama tímabili.

Fram kemur að það er einkum viðhald á húsnæði viðkomandi sem borgað er svart út í hönd en þar á eftir koma bílaviðgerðir, hárklippingar og hreingerningar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×