Viðskipti erlent

Danskir bankar hafa tapað 2.200 milljörðum

Danskir bankar hafa tapað 105 milljörðum danskra króna eða um 2.200 milljörðum króna í kreppunni frá því hún skall á árið 2008. Ef ekki hefði komið til aðstoð frá dönskum stjórnvöldum væri tap þessara banka þrefalt meira.

Í umfjöllun um málið í dönskum fjölmiðlum segir að taprekstur bankanna í heild haldi áfram en að það versta sé yfirstaðið. Tap bankanna samsvara byggingu á fimm brúm yfir Stórabelti.

Per H. Hansen prófessor við Viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar segir að sögulega séð er þetta tap ekki eins mikið og það var í upphafi tíunda áratugarins á síðustu öld né það sem var í kreppunni miklu á þriðja áratug aldarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×