Kínverjar undirbúa miklar fjárfestingar í Grikklandi 15. júní 2010 13:08 Kínverjar eru nú að undirbúa fjárfestingar upp á nokkra milljarða evra í Grikklandi. Þeir hafa einkum hug á skipafélögum, flutningsfyrirtækjum og flugvöllum að því er segir í frétt um málið í Financial Times. Samkvæmt fréttinni mun háttsett embættismannanefnd Kínverja ganga frá röð af samningum í dag um fjárfestingar í grískum fyrirtækjum. Nefndin er undir forsæti Zhang Dejiang aðstoðarforsætisráðherra Kína. Financial Times byggir frétt sína á samtali við ónefndan grískan embættismann. Samkvæmt honum er m.a. um að ræða fjárfestingar í skipafélögum, fjarskiptafyrirtækjum og stækkun hafnarinnar í Piraeus sem er hafnarborg Aþenu. Þá mun samvinnusamningur við grískar skipasmíðastöðvar um skipasmíðar að andvirði 500 milljónir evra verða undirritaður. Hið ríkisrekna kínverska skipafélag Cosco stjórnar nú þegar gámasvæði í Piraeus en þar er um langtímaleigusamning að ræða sem talinn er 3,4 milljarða evra virði. Talið er að Kínverjarnir muni bjóða í umskipunarstöð nálægt Aþenu í samvinnu við hafnaryfirvöld. Umskipunarstöðin er ætluð til að þjónusta innflutning á kínverskum vörum til Balkanlandanna. Sumar áætlanir Kínverja í Grikklandi hafa runnið út í sandinn. Financial Times nefnir sem dæmi að fyrr í ár hafi kaup Kínverja á grískum skuldabréfum til langs tíma upp á 20 milljarða evra ekki gengið eftir. Stjórnvöld í Aþenu höfnuðu því að selja hlut í Gríska þjóðarbankanum en sú sala átti að vera liður í samningnum um kaupin á bréfunum. Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Kínverjar eru nú að undirbúa fjárfestingar upp á nokkra milljarða evra í Grikklandi. Þeir hafa einkum hug á skipafélögum, flutningsfyrirtækjum og flugvöllum að því er segir í frétt um málið í Financial Times. Samkvæmt fréttinni mun háttsett embættismannanefnd Kínverja ganga frá röð af samningum í dag um fjárfestingar í grískum fyrirtækjum. Nefndin er undir forsæti Zhang Dejiang aðstoðarforsætisráðherra Kína. Financial Times byggir frétt sína á samtali við ónefndan grískan embættismann. Samkvæmt honum er m.a. um að ræða fjárfestingar í skipafélögum, fjarskiptafyrirtækjum og stækkun hafnarinnar í Piraeus sem er hafnarborg Aþenu. Þá mun samvinnusamningur við grískar skipasmíðastöðvar um skipasmíðar að andvirði 500 milljónir evra verða undirritaður. Hið ríkisrekna kínverska skipafélag Cosco stjórnar nú þegar gámasvæði í Piraeus en þar er um langtímaleigusamning að ræða sem talinn er 3,4 milljarða evra virði. Talið er að Kínverjarnir muni bjóða í umskipunarstöð nálægt Aþenu í samvinnu við hafnaryfirvöld. Umskipunarstöðin er ætluð til að þjónusta innflutning á kínverskum vörum til Balkanlandanna. Sumar áætlanir Kínverja í Grikklandi hafa runnið út í sandinn. Financial Times nefnir sem dæmi að fyrr í ár hafi kaup Kínverja á grískum skuldabréfum til langs tíma upp á 20 milljarða evra ekki gengið eftir. Stjórnvöld í Aþenu höfnuðu því að selja hlut í Gríska þjóðarbankanum en sú sala átti að vera liður í samningnum um kaupin á bréfunum.
Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira