Bretar reiðir yfir niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis 14. apríl 2010 08:49 Á vefsíðunni This is Money kemur fram að King og forráðamenn FSA héldu einkafundi frá vorinu 2008 um stöðu íslensku bankanna og áhyggjur af getu þeirra til að standast áhlaup viðskiptavina sinna. Breskir fjölmiðlar hafa fjallað nokkuð um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og þar hefur komið fram reiði í garð Mervyn King seðlabankastjóra landsins og FSA yfir því að hafa þagað um slæma stöðu íslensku bankanna frá vorinu 2008.Frá því að King og breska fjármálaeftirlitið (FSA) vissu um stöðu íslensku bankanna um vorið 2008 og allt fram að falli þeirra um haustið það ár héldu Bretar áfram að leggja fé sitt inn á Icesave og aðra reikninga í íslensku bönkunum sem störfuðu í Bretlandi. Hér var um að ræða almenning, sveitar- og bæjarstjórnir og góðgerðarsamtök.Á vefsíðunni This is Money kemur fram að King og forráðamenn FSA héldu einkafundi frá vorinu 2008 um stöðu íslensku bankanna og áhyggjur af getu þeirra til að standast áhlaup viðskiptavina sinna.Breski stjórnarandstöðuþingmaðurinn Michael Fallon segir í samtali við vefsíðuna að bresk stjórnvöld hafi vel vitað af því að rauð viðvörnunarljós voru blikkandi um allt. „Samt gáfu þau breskum almenningi eða opinberum aðilum engar viðvaranir um í hvert stefndi," segir Fallon. „Þetta er frekari sönnun þess að regluverk Gordon Brown brást gersamlega."Fallon segir að FSA þurfi að standa skil á því afhverju eftirlitið aðvaraði ekki innistæðueigendur. Talsmaður FSA vildi ekki tjá sig um málið þar sem eftirlitið hefði ekki kynnt sér skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Breskir fjölmiðlar hafa fjallað nokkuð um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og þar hefur komið fram reiði í garð Mervyn King seðlabankastjóra landsins og FSA yfir því að hafa þagað um slæma stöðu íslensku bankanna frá vorinu 2008.Frá því að King og breska fjármálaeftirlitið (FSA) vissu um stöðu íslensku bankanna um vorið 2008 og allt fram að falli þeirra um haustið það ár héldu Bretar áfram að leggja fé sitt inn á Icesave og aðra reikninga í íslensku bönkunum sem störfuðu í Bretlandi. Hér var um að ræða almenning, sveitar- og bæjarstjórnir og góðgerðarsamtök.Á vefsíðunni This is Money kemur fram að King og forráðamenn FSA héldu einkafundi frá vorinu 2008 um stöðu íslensku bankanna og áhyggjur af getu þeirra til að standast áhlaup viðskiptavina sinna.Breski stjórnarandstöðuþingmaðurinn Michael Fallon segir í samtali við vefsíðuna að bresk stjórnvöld hafi vel vitað af því að rauð viðvörnunarljós voru blikkandi um allt. „Samt gáfu þau breskum almenningi eða opinberum aðilum engar viðvaranir um í hvert stefndi," segir Fallon. „Þetta er frekari sönnun þess að regluverk Gordon Brown brást gersamlega."Fallon segir að FSA þurfi að standa skil á því afhverju eftirlitið aðvaraði ekki innistæðueigendur. Talsmaður FSA vildi ekki tjá sig um málið þar sem eftirlitið hefði ekki kynnt sér skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira