Viðskipti erlent

Bandarískur sjóður tekur þrjá banka yfir

Starfsmaður fjármálayfirvalda í Bandaríkjunum les tilkynningu frá Tryggingasjóði innstæðueigenda í Bandaríkjunum um yfirtöku á banka. Fréttablaðið/AFP
Starfsmaður fjármálayfirvalda í Bandaríkjunum les tilkynningu frá Tryggingasjóði innstæðueigenda í Bandaríkjunum um yfirtöku á banka. Fréttablaðið/AFP

FDCI, Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bandaríkjunum, tók um síðustu helgi yfir þrjá banka í Púertó Ríkó. Sjóðurinn hefur tekið yfir 64 banka frá upphafi kreppunnar.

Bankarnir höfðu lánað mikið af fasteignalánum og komu illa undan kreppunni sem rætur á að rekja til mikilla vanskila á íbúðalánum vestanhafs. Bankarnir voru seldir keppinautum skömmu síðar.

Sheila Bair, forstjóri tryggingasjóðsins, sagði í samtali við bandaríska dagblaðið Washington Post nýja eigendur verða að bjóða upp á greiðsluaðlögun til að forða efnahagslífi Púertó Ríkó frá skakkaföllum. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×