Viðskipti erlent

Svíar ætla að lána Írum álíka mikið og Íslendingum

Svíar hafa nú ákveðið að taka þátt í björgunaraðgerðum til handa Írum sem glíma við mikinn fjárhagsvanda. Anders Borg, fjármálaráðherra Svía segir að framlag Svía verði af svipaðri stærðargráðu og framlögin til Íslendinga og Letta á sínum tíma.

Það þýðir að lánið verði á bilinu 530 milljónir evra til eins milljarðs. Svíar eru fyrsta ríkið sem ekki er hluti af Evrusvæðinu sem ætlar að hjálpa Írum, að Bretum undanskildum. Bretar hafa hinsvegar mikilla hagsmuna að gæta á Írlandi á meðan hagsmunir Svía eru mun minni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×