Viðskipti erlent

Pundið hríðfellur, gengi þess undir 190 krónum

Breska pundið hefur hríðfallið í morgun og er gengi þess komið rétt undir 190 kr. Við þessu var búist sem afleiðingum af því að stóru flokkarnir tveir á breska þinginu náðu hvorgur meirihluta þar í kosningunum í gær.

Í fréttum í breskum fjölmiðlum í morgun kemur fram að gengi pundsins gagnvart dollar stendur nú í 1,45 og hefur ekki verið lægra í rúmt ár.

Samhliða því að gengi pundsins hefur fallið hefur ávöxtunarkrafan á bresk ríkisskuldabréf hækkað töluvert. Mikill órói hefur verið í kauphöllinni í London frá því hún opnaði í morgun. Sem stendur hefur FTSE vísitalan lækkað um rúmt prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×