Einföld lausn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. nóvember 2010 05:30 Fréttablaðið sagði í gær frá svartri skýrslu Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða víða um land. Mörg líða þau fyrir sívaxandi átroðning ferðamanna og slæma umgengni. Víða er gæzla og eftirlit, þjónusta og gerð stíga og girðinga til að vernda náttúruminjarnar mjög af skornum skammti. Umhverfisstofnun telur að grípa verði til tafarlausra aðgerða til að hindra meiri skemmdir á níu svæðum. Efst á lista sinn setur stofnunin Gullfoss og Geysi, Teigarhorn og friðlandið að Fjallabaki. Þá koma Reykjanesfólkvangur, Grábrókargígar og Hveravellir og loks Surtarbrandsgil, Helgustaðanáma og Dyrhólaey. Þessar niðurstöður koma ekki nokkurn skapaðan hlut á óvart. Það hefur legið fyrir um árabil að ýmsar fallegustu náttúruperlur landsins liggja undir skemmdum vegna ágangs ferðamanna. Ferðamönnunum hefur fjölgað um tugi þúsunda árlega, en litlir sem engir peningar hafa verið settir í að gera friðlýstum svæðum til góða. Því er spáð að eftir tíu ár komi milljón ferðamanna hingað til lands árlega. Tæplega 70% ferðamanna sem hingað koma heimsækja Gullfoss og Geysi. Hvernig ætlum við að taka á móti 700.000 manns á því viðkvæma svæði? Lausnin á þessum vanda hefur sömuleiðis legið í augum uppi í mörg ár. Hún er að taka gjald af ferðamönnum sem skoða vinsælar náttúruperlur og nota tekjurnar til að bæta eftirlit, aðstöðu og þjónustu. Þetta gera allar sæmilega þróaðar þjóðir og allir sæmilega þróaðir ferðamenn borga slíkan aðgangseyri með glöðu geði, enda skilja þeir að það kostar peninga að veita aðgang að friðlýstum svæðum og umgangast þau þannig að þau liggi ekki undir skemmdum. Einhverra hluta vegna hefur gjaldtaka af þessu tagi verið hálfgert tabú hér á landi og stjórnmálamenn hafa aldrei þorað að taka um hana ákvörðun. Ferðaþjónustan hefur beitt sér gegn gjaldtökunni af undarlegri skammsýni. Það liggur í augum uppi að ef náttúruperlur Íslands verða átroðningi og sóðaskap að bráð, skaðar það hagsmuni ferðaþjónustunnar til frambúðar. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir í Fréttablaðinu í gær að skapa verði tekjustofn til að sinna friðlýstum svæðum betur. Hún segist þar horfa fyrst og fremst til komugjalda, sem lögð verði á ferðamenn sem komi inn í landið. Það er hins vegar ekki mjög sanngjörn gjaldtaka. Margir ferðamenn sem hingað koma hafa engan áhuga á Gullfossi, Geysi og hinum náttúruperlunum og halda sig kannski bara á djamminu í 101 Reykjavík. Af hverju ættu þeir að borga fyrir náttúruunnendurna? Því svarar sjálfsagt einhver að sums staðar sé auðvelt að taka aðgangseyri, en annars staðar flókið. Til er einföld lausn á því vandamáli; að taka gjald þar sem það er auðvelt og sleppa því þar sem það er erfitt en láta tekjurnar renna til þeirra staða þar sem þörfin er mest. Það er kominn tími til að menn hætti að mikla þetta mál fyrir sér og fari einföldu, augljósu leiðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Fréttablaðið sagði í gær frá svartri skýrslu Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða víða um land. Mörg líða þau fyrir sívaxandi átroðning ferðamanna og slæma umgengni. Víða er gæzla og eftirlit, þjónusta og gerð stíga og girðinga til að vernda náttúruminjarnar mjög af skornum skammti. Umhverfisstofnun telur að grípa verði til tafarlausra aðgerða til að hindra meiri skemmdir á níu svæðum. Efst á lista sinn setur stofnunin Gullfoss og Geysi, Teigarhorn og friðlandið að Fjallabaki. Þá koma Reykjanesfólkvangur, Grábrókargígar og Hveravellir og loks Surtarbrandsgil, Helgustaðanáma og Dyrhólaey. Þessar niðurstöður koma ekki nokkurn skapaðan hlut á óvart. Það hefur legið fyrir um árabil að ýmsar fallegustu náttúruperlur landsins liggja undir skemmdum vegna ágangs ferðamanna. Ferðamönnunum hefur fjölgað um tugi þúsunda árlega, en litlir sem engir peningar hafa verið settir í að gera friðlýstum svæðum til góða. Því er spáð að eftir tíu ár komi milljón ferðamanna hingað til lands árlega. Tæplega 70% ferðamanna sem hingað koma heimsækja Gullfoss og Geysi. Hvernig ætlum við að taka á móti 700.000 manns á því viðkvæma svæði? Lausnin á þessum vanda hefur sömuleiðis legið í augum uppi í mörg ár. Hún er að taka gjald af ferðamönnum sem skoða vinsælar náttúruperlur og nota tekjurnar til að bæta eftirlit, aðstöðu og þjónustu. Þetta gera allar sæmilega þróaðar þjóðir og allir sæmilega þróaðir ferðamenn borga slíkan aðgangseyri með glöðu geði, enda skilja þeir að það kostar peninga að veita aðgang að friðlýstum svæðum og umgangast þau þannig að þau liggi ekki undir skemmdum. Einhverra hluta vegna hefur gjaldtaka af þessu tagi verið hálfgert tabú hér á landi og stjórnmálamenn hafa aldrei þorað að taka um hana ákvörðun. Ferðaþjónustan hefur beitt sér gegn gjaldtökunni af undarlegri skammsýni. Það liggur í augum uppi að ef náttúruperlur Íslands verða átroðningi og sóðaskap að bráð, skaðar það hagsmuni ferðaþjónustunnar til frambúðar. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir í Fréttablaðinu í gær að skapa verði tekjustofn til að sinna friðlýstum svæðum betur. Hún segist þar horfa fyrst og fremst til komugjalda, sem lögð verði á ferðamenn sem komi inn í landið. Það er hins vegar ekki mjög sanngjörn gjaldtaka. Margir ferðamenn sem hingað koma hafa engan áhuga á Gullfossi, Geysi og hinum náttúruperlunum og halda sig kannski bara á djamminu í 101 Reykjavík. Af hverju ættu þeir að borga fyrir náttúruunnendurna? Því svarar sjálfsagt einhver að sums staðar sé auðvelt að taka aðgangseyri, en annars staðar flókið. Til er einföld lausn á því vandamáli; að taka gjald þar sem það er auðvelt og sleppa því þar sem það er erfitt en láta tekjurnar renna til þeirra staða þar sem þörfin er mest. Það er kominn tími til að menn hætti að mikla þetta mál fyrir sér og fari einföldu, augljósu leiðina.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar