Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar 18. október 2025 08:00 Væru það kjarakaup ef viðkomandi væri að versla sér í matinn? Eitthvað segir mér að svo sé ekki. Af einhverjum ástæðum er það samt raunveruleikinn sem Reykjavíkurborg vill bjóða nemendum í grunnskólum upp á. Því þegar nemendur fara upp í unglingadeild er þeim boðið upp á að fá hálft ár í sundi í 8. og 9. bekk. En eiga að komast yfir námsefni sem spannar þriggja ára skólagöngu. Samkvæmt aðalnámskrá er gert ráð fyrir að nemendur í unglingadeild fái 120 mínútur af skipulagðri kennslu í skólaíþróttum. Tveimur í skólaíþróttum og einum í skólasundi. Er sanngjarnt að gera sömu kröfur til nemenda sem fá eitt skólaár af kennslu sem átti að taka þrjú? Er þá nokkuð að undra fyrst sífellt sé verið að slá af kröfum um hæfni. Röksemdafærslan sem lagt var upp með var sú að nemendur upplifðu sig vera búinn að læra nóg og væru orðin flugsynd eftir miðstig. Einnig var bent á að nemendur gætu þá fengið annan hreyfitíma á móti. Fyrir þorra nemenda heldur hvorug fullyrðing vatni. Margir hverjir ráða ekki við gömlu sundstigin og það eru algjör undantekning ef þau fá leikfimitíma á móti, það er nánast óheyrt. Þau eru að tapa tímum í báða enda. Svo verið er að þverbrjóta lög um grunnskóla hvernig sem á málið er litið. Mögulega til þess að spara. En hvert fóru peningarnir sem spöruðust á því að slá af sundkennslunni? Allavega ekki til að auka vægi hreyfináms á öðrum vígstöðvum grunnskólanna svo mikið er víst. Önnur röksemdafærsla var hversu berskjaldaður viðkomandi er í klefanum, því þar geta orðið árekstrar. Að fara nakin í sturtu og þrífa sig fyrir framan aðra. En hvað sem því líður er þetta sennilega síðasta vígið þar sem þau fá raunhæfa mynda af mannslíkamanum. Ekki finna ungmennin okkar það á samfélagsmiðlum þar sem unnar myndir og eitthvað þaðan af verra er í boði. Er það í alvöru álitamál hvort hollt sé fyrir nemendur að sleppa því sem er erfitt og kvíðavaldandi, því þannig getur lífið verið. Er ekki skólans að undirbúa nemendur fyrir lífið? En svo er auðvitað lokahnykkurinn, Íslendingar hafa frá landnámi háð harða baráttu við hafið. Það er tiltölulega stutt síðan þorri landsmanna þekkti einhvern sem hefur drukknað. Ef haldið er áfram á sömu braut gæti það veruleikinn á ný. Það er ekki framtíð sem nokkrum ætti að hugnast. Höfundur er kennari og hreyfináms lobbíisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Væru það kjarakaup ef viðkomandi væri að versla sér í matinn? Eitthvað segir mér að svo sé ekki. Af einhverjum ástæðum er það samt raunveruleikinn sem Reykjavíkurborg vill bjóða nemendum í grunnskólum upp á. Því þegar nemendur fara upp í unglingadeild er þeim boðið upp á að fá hálft ár í sundi í 8. og 9. bekk. En eiga að komast yfir námsefni sem spannar þriggja ára skólagöngu. Samkvæmt aðalnámskrá er gert ráð fyrir að nemendur í unglingadeild fái 120 mínútur af skipulagðri kennslu í skólaíþróttum. Tveimur í skólaíþróttum og einum í skólasundi. Er sanngjarnt að gera sömu kröfur til nemenda sem fá eitt skólaár af kennslu sem átti að taka þrjú? Er þá nokkuð að undra fyrst sífellt sé verið að slá af kröfum um hæfni. Röksemdafærslan sem lagt var upp með var sú að nemendur upplifðu sig vera búinn að læra nóg og væru orðin flugsynd eftir miðstig. Einnig var bent á að nemendur gætu þá fengið annan hreyfitíma á móti. Fyrir þorra nemenda heldur hvorug fullyrðing vatni. Margir hverjir ráða ekki við gömlu sundstigin og það eru algjör undantekning ef þau fá leikfimitíma á móti, það er nánast óheyrt. Þau eru að tapa tímum í báða enda. Svo verið er að þverbrjóta lög um grunnskóla hvernig sem á málið er litið. Mögulega til þess að spara. En hvert fóru peningarnir sem spöruðust á því að slá af sundkennslunni? Allavega ekki til að auka vægi hreyfináms á öðrum vígstöðvum grunnskólanna svo mikið er víst. Önnur röksemdafærsla var hversu berskjaldaður viðkomandi er í klefanum, því þar geta orðið árekstrar. Að fara nakin í sturtu og þrífa sig fyrir framan aðra. En hvað sem því líður er þetta sennilega síðasta vígið þar sem þau fá raunhæfa mynda af mannslíkamanum. Ekki finna ungmennin okkar það á samfélagsmiðlum þar sem unnar myndir og eitthvað þaðan af verra er í boði. Er það í alvöru álitamál hvort hollt sé fyrir nemendur að sleppa því sem er erfitt og kvíðavaldandi, því þannig getur lífið verið. Er ekki skólans að undirbúa nemendur fyrir lífið? En svo er auðvitað lokahnykkurinn, Íslendingar hafa frá landnámi háð harða baráttu við hafið. Það er tiltölulega stutt síðan þorri landsmanna þekkti einhvern sem hefur drukknað. Ef haldið er áfram á sömu braut gæti það veruleikinn á ný. Það er ekki framtíð sem nokkrum ætti að hugnast. Höfundur er kennari og hreyfináms lobbíisti.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar