Viðskipti erlent

British Airways tapa sem aldrei fyrr

Breski flugrisinn British Airways skírði frá mesta tapi í sögu félagsins í dag. Félagið tapaði 531 milljónum sterlingspunda eða rétt tæplega hundrað milljörðum íslenskra króna síðasta reikningsárið sem laik í mars.

Það er mesta tap í sögu félagsins frá því það var einkavætt árið 1987 en áður var félagið að fullu í eigu breska ríkisins. Við þessar slæmu fréttir bætist síðan gos í Eyjafjallajökli og fyrirhugað fimm daga verkfall flugliða sem hefst á mánudaginn kemur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×