FBI og FSB unnu saman að því að uppræta bankagengi 23. mars 2010 09:06 Bandaríska alríkislögreglan FBI og rússneska leyniþjónustan FSB (áður KGB) unnu saman að því að uppræta bankagengi sem herjað hafði á breska bankann Royal Bank of Scotland (RSB). Málið er eitt stærsta sinnar tegundar hvað varðar stuld á gögnum úr bönkum.Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no. Þar segir að bankagenginu, með tölvuþrjóta sér til aðstoðar, hafi tekist að stela 6 milljónum punda eða rúmlega 1.100 milljónum kr. úr 2.100 harðbönkum í 280 bæjum með því að nota fölsk bankakort.Genginu tókst að brjóta sér leið að bankakóðum og á þann hátt fá aðgang að kerfi sem sér um penignaflutninga milli ólíkra reikninga.Þetta er í fyrsta sinn sem rússneska lögregluyfirvöld vinna með vestrænum að lausn glæpa sem þessa.Upphaf málsins má rekja til Bandaríkjanna en fyrrgreindar úttektir áttu sér stað í harðbönkum RSB þar í landi. Í ríkinu Georgiu er búið að ákæra meinta höfuðpaura gengisins en þeir eru Rússi, Eistlendingur og Moldóvi. Rússinn var handtekinn í Pétursborg en ekki er vitað með vissu um tengsl hans við upplýsingaþjófa þar í landi.Financial Times skrifar um málið og segir að samvinna FBI og FSB í þessu máli lofi góðu en oft hefur verið litið á Rússland sem friðarhöfn fyrir tölvuþrjóta. Þar hafa einstaklingar og hópar sem stunda þessa iðju oft notið friðhelgi yfirvalda þar sem þeir vinna oft og tíðum fyrir ráðamenn í Kreml. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI og rússneska leyniþjónustan FSB (áður KGB) unnu saman að því að uppræta bankagengi sem herjað hafði á breska bankann Royal Bank of Scotland (RSB). Málið er eitt stærsta sinnar tegundar hvað varðar stuld á gögnum úr bönkum.Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no. Þar segir að bankagenginu, með tölvuþrjóta sér til aðstoðar, hafi tekist að stela 6 milljónum punda eða rúmlega 1.100 milljónum kr. úr 2.100 harðbönkum í 280 bæjum með því að nota fölsk bankakort.Genginu tókst að brjóta sér leið að bankakóðum og á þann hátt fá aðgang að kerfi sem sér um penignaflutninga milli ólíkra reikninga.Þetta er í fyrsta sinn sem rússneska lögregluyfirvöld vinna með vestrænum að lausn glæpa sem þessa.Upphaf málsins má rekja til Bandaríkjanna en fyrrgreindar úttektir áttu sér stað í harðbönkum RSB þar í landi. Í ríkinu Georgiu er búið að ákæra meinta höfuðpaura gengisins en þeir eru Rússi, Eistlendingur og Moldóvi. Rússinn var handtekinn í Pétursborg en ekki er vitað með vissu um tengsl hans við upplýsingaþjófa þar í landi.Financial Times skrifar um málið og segir að samvinna FBI og FSB í þessu máli lofi góðu en oft hefur verið litið á Rússland sem friðarhöfn fyrir tölvuþrjóta. Þar hafa einstaklingar og hópar sem stunda þessa iðju oft notið friðhelgi yfirvalda þar sem þeir vinna oft og tíðum fyrir ráðamenn í Kreml.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira