Berum virðingu fyrir stjórnarskránni Inga Lind Karlsdóttir skrifar 25. nóvember 2010 14:55 Annað slagið hefur mér orðið hverft við nú í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings þegar sumir frambjóðendur láta í ljós að þeir vilji breyta stjórnarskránni okkar stórkostlega, bæta inn í hana hinum og þessum ákvæðum og jafnvel umbylta henni alveg. Hér er um að ræða grundvallarlög þjóðarinnar, þau lög sem eru öðrum lögum æðri og jafnframt rót allrar annarrar lagasetningar. Eðli málsins samkvæmt er því, og á að vera, erfiðara að breyta stjórnarskránni en öðrum lögum. Svona er fyrirkomulagið af því að það skiptir máli að festa sé í grundvallarlögunum, þeim má ekki vera hægt breyta eftir því hvernig vindurinn blæs eða pólitíkin snýst. Þrátt fyrir sögulegt umrót á Íslandi, eigum við að halda áfram að umgangast stjórnarskrána okkar af virðingu. Við megum ekki heldur vanmeta visku og vinnu undangenginna kynslóða og halda að með því að breyta stjórnarskránni, verði allt betra. Ég vil ekki umbylta þessum grundvallarlögum okkar. Þau eru ágæt í marga staði, enda byggð á viðurkenndum grunngildum eins og mannréttindum og reglum um vald æðstu stjórnar. Ýmsu má þó breyta og það er viðurkennd staðreynd enda hefur stjórnarskráin verið í endurskoðun allt frá árinu 1944. Stjórnlagaþingið 2011 ætti að gera það að sínu helstu verkefnum að styrkja stöðu Alþingis, auka vægi minnihlutans og endurskoða hinn allt of langa kafla um forseta lýðveldisins. Fram hafa komið nokkrar tillögur sem lúta að þessu og þeir sem setjast á stjórnlagaþingið ættu að vega þær allar og meta og ræða saman á yfirvegaðan hátt þar til niðurstaða næst sem sátt er um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Lind Karlsdóttir Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Annað slagið hefur mér orðið hverft við nú í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings þegar sumir frambjóðendur láta í ljós að þeir vilji breyta stjórnarskránni okkar stórkostlega, bæta inn í hana hinum og þessum ákvæðum og jafnvel umbylta henni alveg. Hér er um að ræða grundvallarlög þjóðarinnar, þau lög sem eru öðrum lögum æðri og jafnframt rót allrar annarrar lagasetningar. Eðli málsins samkvæmt er því, og á að vera, erfiðara að breyta stjórnarskránni en öðrum lögum. Svona er fyrirkomulagið af því að það skiptir máli að festa sé í grundvallarlögunum, þeim má ekki vera hægt breyta eftir því hvernig vindurinn blæs eða pólitíkin snýst. Þrátt fyrir sögulegt umrót á Íslandi, eigum við að halda áfram að umgangast stjórnarskrána okkar af virðingu. Við megum ekki heldur vanmeta visku og vinnu undangenginna kynslóða og halda að með því að breyta stjórnarskránni, verði allt betra. Ég vil ekki umbylta þessum grundvallarlögum okkar. Þau eru ágæt í marga staði, enda byggð á viðurkenndum grunngildum eins og mannréttindum og reglum um vald æðstu stjórnar. Ýmsu má þó breyta og það er viðurkennd staðreynd enda hefur stjórnarskráin verið í endurskoðun allt frá árinu 1944. Stjórnlagaþingið 2011 ætti að gera það að sínu helstu verkefnum að styrkja stöðu Alþingis, auka vægi minnihlutans og endurskoða hinn allt of langa kafla um forseta lýðveldisins. Fram hafa komið nokkrar tillögur sem lúta að þessu og þeir sem setjast á stjórnlagaþingið ættu að vega þær allar og meta og ræða saman á yfirvegaðan hátt þar til niðurstaða næst sem sátt er um.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar