Microsoft: Ekki nota Internet Explorer 6 18. janúar 2010 14:05 Microsoft hefur gefið út aðvörun til viðskiptavina sinna og almennings um að nota ekki vafrann Internet Explorer 6. Jafnframt er hvatt til þess að allir sem séu með þennan vafra í notun uppfæri strax útgáfur sínar til nýjustu gerðar vafrans, Internet Explorer 8.Samkvæmt frétt um málið í Computerworld er þessi aðvörun sett fram til að hindra árásir tölvuþrjóta. Hún er í beinu framhaldi af viðamikilli árás kínverska tölvuþrjóta gegn Google leitarvélinni þar í landi í síðustu viku. Árás sem leiddi til þess að Google hótaði að loka leitarvélinni í Kína.Nis Bank Lorenzen forstöðumaður fyrir Internet Explorer hjá Microsoft í Danmörku segir að fyrirtækið hafi að sjálfsögðu miklar áhyggjur af stöðunni sem komin er upp. „Við höfum áhyggjur af því að vara frá okkur er notuð í glæpsamlegum tilgangi," segir Lorenzen. „Við munum halda áfram að vinna með Google og öðrum fyrirtækjum í tölvugeiranum, auk viðkomandi stjórnvalda, til að komast til botns í þessu máli."Vafrinn Internet Explorer 6 er mjög vinsæll í Danmörku og í frétt um málið í Jyllands Posten segir að samkvæmt síðustu mælingum er hann sá fjórði vinsælasti. Um 7% danskra tölvueigenda nota hann ennþá.Carsten Jörgensen öryggissérfræðingur hjá Devoteam Consulting segir að á síðustu árum hafi árásir tölvuþrjóta færst í vaxandi mæli frá árásum á netþjóna og yfir í árásir á heimilistölvur. Hann hvetur alla til að uppfæra gamlar útgáfur sínar af Internet Explorer. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Microsoft hefur gefið út aðvörun til viðskiptavina sinna og almennings um að nota ekki vafrann Internet Explorer 6. Jafnframt er hvatt til þess að allir sem séu með þennan vafra í notun uppfæri strax útgáfur sínar til nýjustu gerðar vafrans, Internet Explorer 8.Samkvæmt frétt um málið í Computerworld er þessi aðvörun sett fram til að hindra árásir tölvuþrjóta. Hún er í beinu framhaldi af viðamikilli árás kínverska tölvuþrjóta gegn Google leitarvélinni þar í landi í síðustu viku. Árás sem leiddi til þess að Google hótaði að loka leitarvélinni í Kína.Nis Bank Lorenzen forstöðumaður fyrir Internet Explorer hjá Microsoft í Danmörku segir að fyrirtækið hafi að sjálfsögðu miklar áhyggjur af stöðunni sem komin er upp. „Við höfum áhyggjur af því að vara frá okkur er notuð í glæpsamlegum tilgangi," segir Lorenzen. „Við munum halda áfram að vinna með Google og öðrum fyrirtækjum í tölvugeiranum, auk viðkomandi stjórnvalda, til að komast til botns í þessu máli."Vafrinn Internet Explorer 6 er mjög vinsæll í Danmörku og í frétt um málið í Jyllands Posten segir að samkvæmt síðustu mælingum er hann sá fjórði vinsælasti. Um 7% danskra tölvueigenda nota hann ennþá.Carsten Jörgensen öryggissérfræðingur hjá Devoteam Consulting segir að á síðustu árum hafi árásir tölvuþrjóta færst í vaxandi mæli frá árásum á netþjóna og yfir í árásir á heimilistölvur. Hann hvetur alla til að uppfæra gamlar útgáfur sínar af Internet Explorer.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira