Viðskipti erlent

Eik Banki biður skattgreiðendur um 12 milljarða

Eik Banki í Færeyjum hefur beðið heimastjórn eyjanna um 600 milljónir danskra kr. eða um 12 milljarða kr. til þess að bankinn geti staðist kröfur danska fjármálaeftirlitsins um eiginfjárhlutfall og gjaldþol.

Í frétt um málið í færeyskum og dönskum fjölmiðlum segir að danska fjármálaeftirlitið geri kröfu um að færeyski bankinn útvegi sér 1 til 1,2 milljarða danskra kr. Þegar hefur fengist vilyrði fyrir 400 milljónum danskra kr. frá tryggingarfélaginu TF Holding.

Eik Bank, dótturbanki Eik Banki í Danmörku, stærsti netbankinn þarlendis er í enn meiri vandræðum en móðurfélagið. Samkvæmt business.dk gæti svo farið að bankaumsýsla Danmerkur (Finansiel Stabilitet) taki við rekstri hans áður en langt um líður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×