Viðskipti erlent

Grikkjum gengur vel að fást við fjárlagahallann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, gengur vel að fást við fjárlagahallann.
George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, gengur vel að fást við fjárlagahallann.
Aðgerðir Grikkja til að fást við fjárlagahalla ríkissjóðs ganga vel að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins. Starfslið á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu var nýlega í Grikklandi til að kynna sér stöðu mála.

Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykktu í maí að lána Grikklandi 110 milljarða evra á þriggja ára tímabili. Talsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sagði í samtali við BBC fréttastofuna að hann væri sannfærður um að næsta greiðsla lánsins yrði greidd á tilsettum tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×