Viðskipti erlent

Trichet heldur fast í 1% stýrivexti á evrusvæðinu

Jean-Claude Trichet bankastjóri Evrópska seðlabankans (ECB) tilkynnti í dag að stýrivextir bankans yrðu áfram 1%. Jafnframt fylgdi með að ECB sæi ekki ástæðu til að breyta vöxtunum á næstunni.

Stýrivextir hafa verið 1% hjá ECB síðan í maí á síðasta ári. Fram kemur í umfjöllun á börsen.dk um málið að á blaðamannafundi sem Trichet hélt í framhaldi af tilkynningu um óbreytta stýrivexti hafi Grikkland verið helsta umræðuefnið.

Trichet segir það fáránlega skoðun að Grikkland segi sig úr evrusvæðinu. Landið muni halda evrunni sem gjaldmiðli áfram. Þessi stuðningur Trichet við Grikkland kom nokkuð á óvart þar sem m.a. Þjóðverjar hafa sagt að vera Grikklands á evrusvæðinu hangi á bláþræði vegna skulda landsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×