Bilderberg klúbburinn ræðir um framtíð evrunnar 4. júní 2010 08:41 Hinn árlegi fundur Bilderberg klúbbsins verður haldinn í Barcelóna á Spáni um helgina. Þar mun meðal annars verða rætt um framtíð evrunnar sem stendur á brauðfótum í þeirri skuldakreppu sem ríkir meðal þjóðanna í suðurhluta Evrópu. Í frétt um málið í Guardian segir að ýmsir hópar mótmælenda séu að koma sér fyrir í Barcelóna til að fylgjast með fundinum og jafnvel trufla hann ef tækifæri gefst til. Daniel Estulin einn þeirra sem fylgist náið með Bilderberg klúbbnum segir í samtali við Guardian að hann hafi komist yfir dagskrá fundarins. Samkvæmt henni hafa meðlimir klúbbsins verulegar áhyggjur af stöðu evrunnar og mikilli veikingu hennar frá síðustu áramótum. Eru Bilderbergarar taugaóstyrkir yfir því að þetta gæti leitt til frekari kreppu og pólitísk óróa innan evrusvæðisins. Bilderberg klúbburinn var stofnaður af pólska útlaganum Joseph Retinger árið 1954 og var klúbbnum ætlað að vera brjóstvörn gegn útbreiðslu kommúnismans. Meðal þess sem talið er að Bilderberg hafi komið til leiðar er samvinna Frakklands og Þýskalands, innganga Þýskalands í Nato og Maastricht samningurinn. Þetta hafi allt verið ákveðið í einkaviðræðum Bilderberg manna í koníaksstofum víða um Evrópu. Gestlistinn að þessu sinni telur m.a. Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, David Rockefeller fyrrum forstjóra Chase Manhattan bankans og Paul Wolfowitz fyrrum bankastjóra Alþjóðabankans. Listinn telur að mestu miðaldra eða eldri hvíta karla. Ekki er vitað til að neinn Íslendingur sæki fundinn að þessu sinni en meðal þeirra sem áður hafa verið á gestalistanum má nefna Davíð Oddsson, Björn Bjarnason og Geir Hallgrímsson, allt fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hinn árlegi fundur Bilderberg klúbbsins verður haldinn í Barcelóna á Spáni um helgina. Þar mun meðal annars verða rætt um framtíð evrunnar sem stendur á brauðfótum í þeirri skuldakreppu sem ríkir meðal þjóðanna í suðurhluta Evrópu. Í frétt um málið í Guardian segir að ýmsir hópar mótmælenda séu að koma sér fyrir í Barcelóna til að fylgjast með fundinum og jafnvel trufla hann ef tækifæri gefst til. Daniel Estulin einn þeirra sem fylgist náið með Bilderberg klúbbnum segir í samtali við Guardian að hann hafi komist yfir dagskrá fundarins. Samkvæmt henni hafa meðlimir klúbbsins verulegar áhyggjur af stöðu evrunnar og mikilli veikingu hennar frá síðustu áramótum. Eru Bilderbergarar taugaóstyrkir yfir því að þetta gæti leitt til frekari kreppu og pólitísk óróa innan evrusvæðisins. Bilderberg klúbburinn var stofnaður af pólska útlaganum Joseph Retinger árið 1954 og var klúbbnum ætlað að vera brjóstvörn gegn útbreiðslu kommúnismans. Meðal þess sem talið er að Bilderberg hafi komið til leiðar er samvinna Frakklands og Þýskalands, innganga Þýskalands í Nato og Maastricht samningurinn. Þetta hafi allt verið ákveðið í einkaviðræðum Bilderberg manna í koníaksstofum víða um Evrópu. Gestlistinn að þessu sinni telur m.a. Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, David Rockefeller fyrrum forstjóra Chase Manhattan bankans og Paul Wolfowitz fyrrum bankastjóra Alþjóðabankans. Listinn telur að mestu miðaldra eða eldri hvíta karla. Ekki er vitað til að neinn Íslendingur sæki fundinn að þessu sinni en meðal þeirra sem áður hafa verið á gestalistanum má nefna Davíð Oddsson, Björn Bjarnason og Geir Hallgrímsson, allt fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent