Viðskipti erlent

Námumennirnir í Síle úr myrkrinu yfir í milljónir

Það verður ekkert vandamál fyrir námuverkamennina 33 sem bjargað var í Síle í vikunni að eiga fyrir salti í grautinn utan námunnar. Tilboðum rignir yfir þá frá fyrirtækjum, bókaforlögum og fjölmiðlum.

Í frétt um málið í Financial Times segir að fyrir utan öll tilboðin sem borist hafa frá fyrrgreindum aðilum má nefna að fótboltaliðin Real Madrid og Manchester United hafa boðið námuverkamönnunum til Evrópu til að sjá leiki með liðunum.

Þar til fyrir skömmu unnu námuverkamennirnir sér inn um 900 dollara á mánuði í námunni sem þeir voru innilokaðir í um tveggja mánaða skeið. Þeir hafa síðan gert með sér samkomulag um að öllum tekjum sem þeir afla sér í tengslum við dvölin og björgunina muni þeir deila með sér.

Phil Hall fyrrum ritstjóri í London segir að námuverkamennirnir geti auðveldlega unnið sér inn margar milljónir dollara á að segja sögur sínar úr námunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×