Viðskipti erlent

Segir skattalækkanir geta leitt til þjóðargjaldþrots

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stockman telur að skattalækkanir séu ekki rétta meðalið fyrir Bandaríkjamenn í kreppunni. Mynd/ afp.
Stockman telur að skattalækkanir séu ekki rétta meðalið fyrir Bandaríkjamenn í kreppunni. Mynd/ afp.
David Stockman, efnahagsráðgjafi Ronalds Reagan fyrrverandi Bandaríkjaforseta og yfirlýstur íhaldsmaður, óttast að áætlanir um skattalækkanir í Bandaríkjunum geti þýtt þjóðargjaldþrot fyrir landið.

Það var George Bush yngri, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sem setti fram hugmyndirnar sem Stockman telur að geti gert Bandaríkin gjaldþrota. Danski viðskiptavefurinn epn.dk segir að ummæli Stockmans komi mörgum á óvart enda hafi hann verið ákafur talsmaður þess fyrir þrjátíu árum að beita skattalækkunum til að koma hjólum efnahagslífsins af stað á ný.

Stockman segir að aðrar aðstæður séu nú fyrir hendi. Ástæðan sé sú að opinber útgjöld og útgjöld í einkageiranum hafi hækkað gríðarlega.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×