Hægt að krefjast gæsluvarðhalds yfir fyrrverandi ráðherrum Ingimar Karl Helgason skrifar 19. september 2010 18:54 Alþingi þarf að velja sérstakan saksóknara, verði fyrrverandi ráðherrar ákærðir, og munu fimm Alþingismenn taka þátt í saksókninni. Þá getur Landsdómur krafist gæsluvarðhalds yfir þeim sem ákærðir eru og og látið gera hjá þeim húsleit. Kveðið er á um Landsdóm í stjórnarskrá Lýðveldisins. Þar segir í fjórtándu grein: Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál. Hingað til hefur lögum um landsdóm aldrei verið beitt, en nú kynni að verða breyting á. Meirihluti Atlanefndar, þingmannanefndarinnar sem fór yfir Rannsóknarskýrslu Alþingis, vill að ráðherrar verði ákærðir fyrir vanrækslu í aðdraganda efnahagshrunsins. Vinstri-grænir, framsóknarmenn og þingmenn Hreyfingarinnar, vilja ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra og formann Samfylkingarinnar. Þingmenn þess flokks, í Atlanefndinni, vilja ekki ákæra Björgvin og sjálfstæðismenn vilja ekki ákæra neinn. Fimmtán sitja í Landsdómi; fimm reyndustu hæstaréttardómararnir, dómstjórinn í Reykjavík, prófessor í stjórnskipunarrétti, og svo átta dómendur sem alþingi kýs hlutfallskosningu, og eru skipaðir til sex ára í senn. Síðast var skipað fyrir fimm árum, og þá voru valdahlutföll í þinginu önnur en nú. En yrði ákveðið að ákæra. Hvernig ætti þetta að fara fram? Alþingi þarf að álykta um saksókn og þarf meirihluti þingmanna að vera að baki henni. Ákæruatriði eiga að koma þar fram. En svo þarf að sækja málið. Alþingi kýs sér saksóknara en honum til aðstoðar á að vera nefnd fimm þingmanna, sem kosnir skulu hlutfallskosningu. Saksóknarinn á að undirbúa gagnasöfnun og leita allra fáanlegra sannanna fyrir ákæruatriðum. Landsdómur sjálfur, á að skipa hinum ákærðu verjanda og á við val á honum að fara eftir óskum ákærða; mæli ekkert á móti því. Landsdóminn á að halda í heyrand hljóði, en hann má samt ákveða að loka þinghaldi - telji hann sérstakar ástæður til þess. Slíkt kynni að varða samskipti við erlend ríki eða hagsmuni ríkisins, segir í lögunum. Yrði ákveðið að loka þinghaldi, getur dómurinn bannað verjendum að ræða það sem þar fer fram. En það er ýmislegt fleira í lögum um Landsdóm; hann hefur umtalsverð völd. Til að mynda getur hann ákveðið að láta gera húsleik hjá ákærðu eða að úrskurða þá sem ákærðir eru í gæsluvarðhald; þetta gerir dómurinn raunar ekki nema hann fái tilmæli frá saksóknara Alþingis og að allt þetta fullnægi skilyrðum laga um sakamál. Réttarhaldið á svo að fara fram eins og við er að búast. Saksóknarinn gerir grein fyrir málsatvikum og sakargögnum. Svo eru hinir ákærðu spurðir; það geta saksóknari, verjendur og dómararnir gert. Þá er líka hægt að kalla vitni fyrir dóminn, en neiti vitni að svara, án þess að hafa til þess lögmætar ástæður, þá getur landsdómurinn sektað viðkomandi eða dæmt hann í allt að hálfs árs fangelsi. Og ef svo fer að fyrrverandi ráðherra verður sakfelldur,. þá getur hann áfrýjað og landsdómur getur tekið málið hans til meðferðar aftur, ef fram koma gögn, sem talin eru að geti leitt til sýknu eða sakfellingar fyrir minna brot. En hvar ætti réttarhaldið að fara fram? Húsnæði Hæstaréttar kæmi kannski til greina; en fréttastofu er sagt að það rúmi ekki þessa starfsemi; finnan yrði annan stað, en lögin segja að réttarhaldið verði að vera í höfuðborginni. Landsdómur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Sjá meira
Alþingi þarf að velja sérstakan saksóknara, verði fyrrverandi ráðherrar ákærðir, og munu fimm Alþingismenn taka þátt í saksókninni. Þá getur Landsdómur krafist gæsluvarðhalds yfir þeim sem ákærðir eru og og látið gera hjá þeim húsleit. Kveðið er á um Landsdóm í stjórnarskrá Lýðveldisins. Þar segir í fjórtándu grein: Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál. Hingað til hefur lögum um landsdóm aldrei verið beitt, en nú kynni að verða breyting á. Meirihluti Atlanefndar, þingmannanefndarinnar sem fór yfir Rannsóknarskýrslu Alþingis, vill að ráðherrar verði ákærðir fyrir vanrækslu í aðdraganda efnahagshrunsins. Vinstri-grænir, framsóknarmenn og þingmenn Hreyfingarinnar, vilja ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra og formann Samfylkingarinnar. Þingmenn þess flokks, í Atlanefndinni, vilja ekki ákæra Björgvin og sjálfstæðismenn vilja ekki ákæra neinn. Fimmtán sitja í Landsdómi; fimm reyndustu hæstaréttardómararnir, dómstjórinn í Reykjavík, prófessor í stjórnskipunarrétti, og svo átta dómendur sem alþingi kýs hlutfallskosningu, og eru skipaðir til sex ára í senn. Síðast var skipað fyrir fimm árum, og þá voru valdahlutföll í þinginu önnur en nú. En yrði ákveðið að ákæra. Hvernig ætti þetta að fara fram? Alþingi þarf að álykta um saksókn og þarf meirihluti þingmanna að vera að baki henni. Ákæruatriði eiga að koma þar fram. En svo þarf að sækja málið. Alþingi kýs sér saksóknara en honum til aðstoðar á að vera nefnd fimm þingmanna, sem kosnir skulu hlutfallskosningu. Saksóknarinn á að undirbúa gagnasöfnun og leita allra fáanlegra sannanna fyrir ákæruatriðum. Landsdómur sjálfur, á að skipa hinum ákærðu verjanda og á við val á honum að fara eftir óskum ákærða; mæli ekkert á móti því. Landsdóminn á að halda í heyrand hljóði, en hann má samt ákveða að loka þinghaldi - telji hann sérstakar ástæður til þess. Slíkt kynni að varða samskipti við erlend ríki eða hagsmuni ríkisins, segir í lögunum. Yrði ákveðið að loka þinghaldi, getur dómurinn bannað verjendum að ræða það sem þar fer fram. En það er ýmislegt fleira í lögum um Landsdóm; hann hefur umtalsverð völd. Til að mynda getur hann ákveðið að láta gera húsleik hjá ákærðu eða að úrskurða þá sem ákærðir eru í gæsluvarðhald; þetta gerir dómurinn raunar ekki nema hann fái tilmæli frá saksóknara Alþingis og að allt þetta fullnægi skilyrðum laga um sakamál. Réttarhaldið á svo að fara fram eins og við er að búast. Saksóknarinn gerir grein fyrir málsatvikum og sakargögnum. Svo eru hinir ákærðu spurðir; það geta saksóknari, verjendur og dómararnir gert. Þá er líka hægt að kalla vitni fyrir dóminn, en neiti vitni að svara, án þess að hafa til þess lögmætar ástæður, þá getur landsdómurinn sektað viðkomandi eða dæmt hann í allt að hálfs árs fangelsi. Og ef svo fer að fyrrverandi ráðherra verður sakfelldur,. þá getur hann áfrýjað og landsdómur getur tekið málið hans til meðferðar aftur, ef fram koma gögn, sem talin eru að geti leitt til sýknu eða sakfellingar fyrir minna brot. En hvar ætti réttarhaldið að fara fram? Húsnæði Hæstaréttar kæmi kannski til greina; en fréttastofu er sagt að það rúmi ekki þessa starfsemi; finnan yrði annan stað, en lögin segja að réttarhaldið verði að vera í höfuðborginni.
Landsdómur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Sjá meira