Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2025 21:02 Opna á Kaffistofuna við hlið Kjötbúðarinnar. Fyrir ofan og við hlið húsnæðisins eru íbúðir. Að aftan er líka fjöldi íbúða. Vísir/Vilhelm Geir Rúnar Birgisson, formaður húsfélags Grensásvegar 44 til 50, segir íbúa hafa miklar áhyggjur af flutningi Kaffistofunnar í húsnæði við Grensásveg 46. Hann segir íbúa ósátta við það að framkvæmdir hafi hafist áður en flutningurinn fór í grenndarkynningu. Íbúar óttist aukið ónæði og fjölgun innbrota verði Kaffistofan opnuð á þessari staðsetningu. „Það eru bara allir logandi hræddir og reiðir yfir því að ekkert hafi verið kynnt áður en framkvæmdir hófust. Fólk sem er nýbúið að kaupa, þau eru með ungbörn sem sofa úti. Það kom ein bara grátandi til mín í morgun,“ segir Geir Rúnar sem einnig á og rekur Kjötbúðina á Grensásvegi 48. Framkvæmdastjóri Samhjálpar sagði í viðtali við Vísi í morgun að búið væri að stöðva framkvæmdir í kjölfar þess að ákveðið var að fara í grenndarkynningu á flutningi Kaffistofunnar. Áætlað hefði verið að opna Kaffistofuna þann 1. desember en það tefjist í það minnsta um sex vikur vegna grenndarkynningar. Hún sagðist vonast til þess að íbúar skipti um skoðun og að hægt verði að reka starfsemina í sátt. Funda um helgina Húsfélagið mun funda um málið um helgina. Geir Rúnar segir íbúa töluvert búna að ræða saman og fólk hafi lýst miklum áhyggjum. Fólk sem sé nýbúið að kaupa sér íbúð í húsinu hafi komið til hans grátandi af ótta um að flutningur Kaffistofunnar rýri verðmæti eignarinnar. Þá segir hann annan íbúa hafa flutt í húsið til að flýja miðbæinn og óttist nú að þurfa að flytja á ný. „Fólk er áhyggjufullt yfir því að fá þessa aðila í hverfið,“ segir hann og á við fólk með vímuefnavanda. Hópurinn sé þekktur fyrir innbrot til að fjármagna neyslu og fólk óttist að þeim muni fjölga. Ekki rétti staðurinn Geir Rúnar segist sjálfur oft hafa gefið Samhjálp pening og kjöt fyrir jólin og hann finni verulega til með þeim sem þangað þurfa að leita. „En þessi starfsemi á ekki heima undir eða við hliðina á íbúðarhúsnæði. Þetta á ekki heima saman,“ segir hann að lokum. Fíkn Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Félagsmál Heilbrigðismál Börn og uppeldi Reykjavík Kaffistofa Samhjálpar Tengdar fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. 15. júlí 2025 23:04 Samhjálp í kapphlaupi við tímann Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. 21. maí 2025 10:11 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
„Það eru bara allir logandi hræddir og reiðir yfir því að ekkert hafi verið kynnt áður en framkvæmdir hófust. Fólk sem er nýbúið að kaupa, þau eru með ungbörn sem sofa úti. Það kom ein bara grátandi til mín í morgun,“ segir Geir Rúnar sem einnig á og rekur Kjötbúðina á Grensásvegi 48. Framkvæmdastjóri Samhjálpar sagði í viðtali við Vísi í morgun að búið væri að stöðva framkvæmdir í kjölfar þess að ákveðið var að fara í grenndarkynningu á flutningi Kaffistofunnar. Áætlað hefði verið að opna Kaffistofuna þann 1. desember en það tefjist í það minnsta um sex vikur vegna grenndarkynningar. Hún sagðist vonast til þess að íbúar skipti um skoðun og að hægt verði að reka starfsemina í sátt. Funda um helgina Húsfélagið mun funda um málið um helgina. Geir Rúnar segir íbúa töluvert búna að ræða saman og fólk hafi lýst miklum áhyggjum. Fólk sem sé nýbúið að kaupa sér íbúð í húsinu hafi komið til hans grátandi af ótta um að flutningur Kaffistofunnar rýri verðmæti eignarinnar. Þá segir hann annan íbúa hafa flutt í húsið til að flýja miðbæinn og óttist nú að þurfa að flytja á ný. „Fólk er áhyggjufullt yfir því að fá þessa aðila í hverfið,“ segir hann og á við fólk með vímuefnavanda. Hópurinn sé þekktur fyrir innbrot til að fjármagna neyslu og fólk óttist að þeim muni fjölga. Ekki rétti staðurinn Geir Rúnar segist sjálfur oft hafa gefið Samhjálp pening og kjöt fyrir jólin og hann finni verulega til með þeim sem þangað þurfa að leita. „En þessi starfsemi á ekki heima undir eða við hliðina á íbúðarhúsnæði. Þetta á ekki heima saman,“ segir hann að lokum.
Fíkn Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Félagsmál Heilbrigðismál Börn og uppeldi Reykjavík Kaffistofa Samhjálpar Tengdar fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. 15. júlí 2025 23:04 Samhjálp í kapphlaupi við tímann Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. 21. maí 2025 10:11 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. 15. júlí 2025 23:04
Samhjálp í kapphlaupi við tímann Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. 21. maí 2025 10:11