Innlent

Samgönguáætlun ekki af­greidd á haustþingi

Árni Sæberg skrifar
Eyjólfur Ármannsson er innviðaráðherra.
Eyjólfur Ármannsson er innviðaráðherra. Vísir/Bjarni

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra stefnir á að mæla fyrir samgönguáætlun í byrjun desember. Hann kveðst ekki eiga von á að áætlunin verði afgreidd áður en Alþingi fer í jólafrí.

Rúm fimm ár eru því að síðasta samgönguáætlun var lögð fram en lög gera ráð fyrir að hún sé uppfærð á þriggja ára fresti. Eyjólfur greindi frá því í lok sumars að hann myndi leggja nýja samgönguáætlun fyrir á yfirstandandi haustþingi.

Nú eru tólf þingfundir eftir að haustþingi og Eyjólfur segir í samtali við fréttastofu að hann muni ná að mæla fyrir samgönguáætlun áður en því lýkur. Það muni hann gera í byrjun desember.

Hefur þú einhverjar vonir um að það náist að afgreiða málið áður en þessu haustþingi lýkur?

„Ég á ekki von á því að við náum að klára hana á nokkrum vikum.“


Tengdar fréttir

Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar

Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar.

Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni

Fylgismenn Fjarðarheiðarganga hafa náð að safna fleiri undirskriftum en fylgismenn Fjarðaganga í ákafri keppni í söfnun undirskrifta sem stendur núna yfir á Austurlandi. Þar takast á stuðningshópar tveggja mismunandi jarðgangakosta í fjórðungnum.

Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga

Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×