Viðskipti erlent

Warren Buffett klæjar í gikkfingurinn

Ofurfjárfestirinn Warren Buffet segir í bréfi til hluthafa Berkshire Hatahaway að til staðar séu 38 milljarðar dollara eða um 4.400 milljarða kr. í lausu fé í félaginu. Því sé hann að íhuga eignakaup og fjárfestingar í stórum stíl. „Við erum búnir að endurhlaða fílabyssuna og mig klæjar í gikkfingurinn,“ segir Buffet í bréfinu.

Fjallað er um málið á Reuters. Þar segir að Buffett sé mjög jákvæður hvað varðar væntanlega afkomu Berkshire Hatahaway. Félagið muni setja met í fjárfestingum sínum í ár. Þá spáir Buffett því að fasteignamarkaðurinn í Bandaríkjunum muni taka við sér í ár.

Buffett leggur áherslu á að Berkshire Hatahaway eigi að fara í „stórar fjárfestingar“ í ár. „Fjármagnið flæðir alltaf til tækifæranna og það er nóg af þeim í Bandaríkjunum,“ segir Buffett í bréfi sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×