Viðskipti erlent

Kaupþingsaðgerð vekur mikla athygli ytra

Umfangsmikil aðgerð efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar SFO og lögreglunnar í London í morgun hefur vakið mikla athygli í erlendum fjölmiðlum. Þetta er m.a. helsta frétt Financial Times á vefsíðu þess blaðs í dag.

Flestir breskir fjölmiðlar fjalla um Kaupþingsaðgerð bresku lögreglunnar og handtökur sjö manna í London og tveggja hér heima, þeirra á meðal bræðranna Vincent og Roberts Tchenguiz. Fréttin var á forsíðu vefmiðla BBC, The Guardian og Telegraph um hádegisbilið í dag.

Þá hafa helstu fréttaveitur á sviði viðskipta eins og Bloomberg greint frá málinu sem og Reuters fréttastofan.

Fréttin er einnig farin að síast inn á vefsíður norrænna fjölmiðla. Þannig er hún ofarlega á vefsíðunni e24.no sem er viðskiptavefur Verdens Gang í Noregi. Fréttin er einnig komin inn á viðskiptavef Jyllands Posten í Danmörku og er toppfréttin á viðskiptavef Berlingske Tidende.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×