Skortstöður gegn dollaranum slá met 7. mars 2011 13:46 Vogunarsjóðir og gjaldmiðlasalar hafa veðjað metupphæðum á að dollarinn muni veikjast á næstunni. Skortstöður gegn dollaranum á markaðinum í Chicago námu 39 milljörðum dollara í upphafi mánaðarins en fyrra met var sett árið 2007 þegar þessar stöður námu 36 milljörðum dollara. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að skortstöður gegn dollaranum hafi aukist um 11,5 milljarða dollara í síðustu viku febrúarmánaðar. Skortstöðusamningum á Chicago Mercantile Exchange (CME) markaðinum fjölgaði úr á þessu tíma úr rúmlega 200.000 og í rúmlega 281.000 samninga. CME þykir endurspegla vel hvað vogunarsjóðir og spákaupmenn eru að hugsa og gera á hverjum tíma. Helstu ástæður þess að spákaupmenn veðja nú gegn dollaranum er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins, að Bandaríkjastjórn hvorki gengur né rekur að ná tökum á fjárlagahalla landsins og hækkandi olíuverð. Þá telja margir að dollarinn sé ekki lengur sú örugga höfn sem hann var hér áður fyrr þegar eitthvað bjátaði á í efnahagsmálum heimsins. Á móti þessu hafa spákaupmenn aukið verulega langtímastöður sínar í evrunni. Þeir reikna með að evran muni styrkjast á næstunni og horfa þar til þess að allar líkur séu á að stýrivextir á evrusvæðinu verði hækkaðir bráðlega. Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Vogunarsjóðir og gjaldmiðlasalar hafa veðjað metupphæðum á að dollarinn muni veikjast á næstunni. Skortstöður gegn dollaranum á markaðinum í Chicago námu 39 milljörðum dollara í upphafi mánaðarins en fyrra met var sett árið 2007 þegar þessar stöður námu 36 milljörðum dollara. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að skortstöður gegn dollaranum hafi aukist um 11,5 milljarða dollara í síðustu viku febrúarmánaðar. Skortstöðusamningum á Chicago Mercantile Exchange (CME) markaðinum fjölgaði úr á þessu tíma úr rúmlega 200.000 og í rúmlega 281.000 samninga. CME þykir endurspegla vel hvað vogunarsjóðir og spákaupmenn eru að hugsa og gera á hverjum tíma. Helstu ástæður þess að spákaupmenn veðja nú gegn dollaranum er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins, að Bandaríkjastjórn hvorki gengur né rekur að ná tökum á fjárlagahalla landsins og hækkandi olíuverð. Þá telja margir að dollarinn sé ekki lengur sú örugga höfn sem hann var hér áður fyrr þegar eitthvað bjátaði á í efnahagsmálum heimsins. Á móti þessu hafa spákaupmenn aukið verulega langtímastöður sínar í evrunni. Þeir reikna með að evran muni styrkjast á næstunni og horfa þar til þess að allar líkur séu á að stýrivextir á evrusvæðinu verði hækkaðir bráðlega.
Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira