Viðskipti erlent

Fésbókin er metin á 7500 milljarða króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mark Zuckerberg er stofnandi Facebook. Mynd/ afp.
Mark Zuckerberg er stofnandi Facebook. Mynd/ afp.
Samskiptasíðan Facebook er metin á 7500 milljarða íslenskra króna samkvæmt nýjasta verðmati. Fjárfestingafyrirtækið General Atlantic er um þessar mundir að kaupa hlut í Facebook.

Mat fjárfestanna er að Facebook sé í heild um 65 milljarða dala virði, sem jafngildir um 7500 milljörðum íslenskra króna. Þetta þýðir að verðmat á Facebook hefur hækkað um 30% frá því að síðast var seldur hlutur í síðunni, en það var í janúar.

General Atlantic kaupir um 2,5 milljónir hluta í Facebook frá fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins sem heldur úti síðunni. Þetta jafngildir um 0,1% eignarhlut í fyrirtækinu, segir CNBC.

Facebook er stærsta samfélagssíða á Netinu. Notendur síðunnar eru um 500 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×