Viðskipti erlent

Rússneskir vopnasalar slá fyrri sölumet

Rússneski hergagnaiðnaðurinn sló fyrra sölumet í vopnasölu á síðasta ári. Útflutningur á rússneskum vélbyssum, herþotum, skriðdrekum o. sv. fr. nam rétt tæpum 1.000 milljörðum kr. á síðasta ári. Þetta er ívið hærri upphæð en árið 2009.

Í frétt um málið á business.dk segir að salan í fyrra hafi þó verið töluvert undir væntingum. Rússneskir vopnasalar töldu að salan yrði um 150 milljörðum kr. meiri en raunin varð. Þetta skýrist af því að nokkrir samningar sem verið hafa í bígerð í lengri tíma gengu ekki eftir.

Það er opinber stofnun, Rosoboronexport, sem sér um alla löglega vopnasölu frá Rússlandi. Samkvæmt stofnuninni er líklegt að metið í fyrra verði slegið í ár því reiknað er með að rússnesk vopn seljist fyrir nær 1.200 milljarða kr.

Kínverjar eru stærstu einstöku kaupendur rússneskra vopna. Samkvæmt Rosoboronexport fer um 10% af vopnaútflutningi  Rússa til Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×