Viðskipti erlent

Líbíumenn eiga 180 milljarða geymda í Svíþjóð

Andri Ólafsson skrifar
Muammar Gaddafi, einræðisherra í Líbíu, og samverkamenn hans eiga um 10 milljarða sænskra króna geymda í Svíþjóð. Stjórnvöld þar hafa fryst eignirnar á grundvelli Evróputilskipunar. Enn er hart barist í Líbíu þrátt fyrir flugbannið sem sett var fyrir helgi.

Sænska dagblaðið Dagens Nyheder greindi frá því í gær að fjármálaeftirlitið hefði fryst eignir og innistæður í eigu Gaddafis og samverkamanna hans þann 10 mars síðastliðinn. Eignirnar eru metnar á 10 milljarða sænskra króna, eða rúmlega 180 milljarða íslenskra króna.

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði að það hefði komið honum á óvart hversu miklar eignir Gaddafi ætti í Svíþjóð. Yfirvöld þar rannsaka nú hvort hann hafi stundað peningaþvætti í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×