Vikutilboð í Netto: Geimferð fyrir 10 milljónir 21. mars 2011 12:38 Tilboðabæklingur verslunarkeðjunnar Netto í Danmörku fyrir þessa viku er með nokkuð óvenjulegu sniði. Á milli auglýsinga um að kassinn af dósaöli sé á tæpar 80 danskra kr. og stór flaska af gosdrykkjum á 12 kr. danskar er að finna tilboð um geimferð á rúmlega hálfa milljón danskra kr. eða rúmlega 10 milljónir kr. „Uppfylltu draum þinn um að verða aðstoðarmaður geimflugmanns í ekta geimskipi sem flýgur alveg að mörkunum á gufuhvolfinu," segir í tilboðabæklingi Netto. Helle Stenbak innkaupastjóri Netto segir í samtali við Berlingske Tidende að þetta sé villtasta og dýrasta tilboð sem sett hafi verið inn í þessa vikulegu tilboðabæklinga keðjunnar. Helle segir einnig að margir hafi talið þetta vera snemmbúið aprílgabb en það er ekki málið. Tilboðið er liður í samstarfi Netto við fyrirtækið oplevelsesgaver.dk. Sjálf geimferðin verður á vegum bandaríska fyrirtækisins XCor sem notar Lynx flugvél sem það hefur smíðað til að senda einn farþega, ásamt flugmanni, út að endimörkum gufuhvolfsins. Flugvél þessi getur tekið á loft og lent á venjulegum flugvöllum. Þeir sem kaupa miða í þessar geimferðir fá sérstaka fimm daga þjálfun með í kaupunum þar sem þeim er kennt að ráða við þrýsting upp á 2,5 falt þyngdaraflið ásamt sérstakri læknisskoðun. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tilboðabæklingur verslunarkeðjunnar Netto í Danmörku fyrir þessa viku er með nokkuð óvenjulegu sniði. Á milli auglýsinga um að kassinn af dósaöli sé á tæpar 80 danskra kr. og stór flaska af gosdrykkjum á 12 kr. danskar er að finna tilboð um geimferð á rúmlega hálfa milljón danskra kr. eða rúmlega 10 milljónir kr. „Uppfylltu draum þinn um að verða aðstoðarmaður geimflugmanns í ekta geimskipi sem flýgur alveg að mörkunum á gufuhvolfinu," segir í tilboðabæklingi Netto. Helle Stenbak innkaupastjóri Netto segir í samtali við Berlingske Tidende að þetta sé villtasta og dýrasta tilboð sem sett hafi verið inn í þessa vikulegu tilboðabæklinga keðjunnar. Helle segir einnig að margir hafi talið þetta vera snemmbúið aprílgabb en það er ekki málið. Tilboðið er liður í samstarfi Netto við fyrirtækið oplevelsesgaver.dk. Sjálf geimferðin verður á vegum bandaríska fyrirtækisins XCor sem notar Lynx flugvél sem það hefur smíðað til að senda einn farþega, ásamt flugmanni, út að endimörkum gufuhvolfsins. Flugvél þessi getur tekið á loft og lent á venjulegum flugvöllum. Þeir sem kaupa miða í þessar geimferðir fá sérstaka fimm daga þjálfun með í kaupunum þar sem þeim er kennt að ráða við þrýsting upp á 2,5 falt þyngdaraflið ásamt sérstakri læknisskoðun.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira