AGS óttast nýja kreppu á Vesturlöndunum 21. mars 2011 09:56 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) óttast að ný fjármálakreppa skelli bráðlega á Vesturlöndunum ef ekki verður gripið strax í taumanna. Það eru gríðarlegar opinberar skuldir þróuðustu ríkja heims sem valda ótta AGS en í fyrsta sinn í sögunni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar eru þessar skuldir að meðaltali orðnar yfir 100% af landsframleiðslu þessara ríkja. Fjallað er um málið í Jyllands Posten en þar er vitnað í ræðu sem John Lipsky aðstoðarforstjóri AGS hélt í Bejing í Kína um helgina. Lipsky segir að þessar opinberu skuldir fari hratt vaxandi og hafi meðal annars þau áhrif að fjárlagahalli þróuðustu ríkjanna í ár muni nema um 7% af landsframleiðslu að meðaltali. Lipsky segir að þessi fjármálaþróun sé algerlega ósjálfbær. Nú þurfi að snúa við þeirri þróun sem verið hefur í yfirstandandi kreppu og stjórnvöld verða að hætta að dæla inn fjármagni á markaði sína en í staðinn fara að fást við eftirköst slíkrar stefnu. Slíkt þýði mikinn niðurskurð á útgjöldum hins opinbera. Fram kom í máli Lipsky að þeir lágu vextir sem verið hafa í mörgum Vesturlanda muni ekki halda. Hann telur að til miðlungslangs tíma séð muni vextir á ríkisskuldabréfum hækka að meðaltali um 1 til 1,5%. Hann bendir á að þótt aðeins lægri talan í mati AGS verði veruleiki muni það hafa í för með sér að kostnaður G7 ríkjanna við að borga af skuldum sínum muni fara úr 1,5% og upp í 4,25% af landsframleiðslu þeirra. Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) óttast að ný fjármálakreppa skelli bráðlega á Vesturlöndunum ef ekki verður gripið strax í taumanna. Það eru gríðarlegar opinberar skuldir þróuðustu ríkja heims sem valda ótta AGS en í fyrsta sinn í sögunni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar eru þessar skuldir að meðaltali orðnar yfir 100% af landsframleiðslu þessara ríkja. Fjallað er um málið í Jyllands Posten en þar er vitnað í ræðu sem John Lipsky aðstoðarforstjóri AGS hélt í Bejing í Kína um helgina. Lipsky segir að þessar opinberu skuldir fari hratt vaxandi og hafi meðal annars þau áhrif að fjárlagahalli þróuðustu ríkjanna í ár muni nema um 7% af landsframleiðslu að meðaltali. Lipsky segir að þessi fjármálaþróun sé algerlega ósjálfbær. Nú þurfi að snúa við þeirri þróun sem verið hefur í yfirstandandi kreppu og stjórnvöld verða að hætta að dæla inn fjármagni á markaði sína en í staðinn fara að fást við eftirköst slíkrar stefnu. Slíkt þýði mikinn niðurskurð á útgjöldum hins opinbera. Fram kom í máli Lipsky að þeir lágu vextir sem verið hafa í mörgum Vesturlanda muni ekki halda. Hann telur að til miðlungslangs tíma séð muni vextir á ríkisskuldabréfum hækka að meðaltali um 1 til 1,5%. Hann bendir á að þótt aðeins lægri talan í mati AGS verði veruleiki muni það hafa í för með sér að kostnaður G7 ríkjanna við að borga af skuldum sínum muni fara úr 1,5% og upp í 4,25% af landsframleiðslu þeirra.
Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira