Viðskipti erlent

Ekkert lát á olíuverðshækkunum

Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu. Í morgun var tunnan af Brent olíunni komin yfir 123 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin yfir 110 dollara á tunnuna.

Samkvæmt fréttum í erlendum fjölmiðlum telja olíumiðlarar nú að verðhækkanirnar muni ekki stöðvast fyrr en í 175 dollurum á tunnuna.

Það er sem fyrr ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins,  og þá einkum í Líbíu, sem keyrir þessar verðhækkanir áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×