Viðskipti erlent

Hefja olíuleit við Jan Mayen í sumar

Norðmenn munu hefja olíuleit við Jan Mayen í sumar. Leitin hefst þann 10. júní n.k. og mun standa yfir í að minnsta kosti þrjá mánuði.

Í frétt um málið á Reuters segir að samkvæmt upplýsingum frá norsku olíumálastofnuninni muni í fyrstu verða gerða bergmálsmælingar í forkönnun á því hvort og hvar olíu og gas sé að finna undir hafnbotninum milli Jan Mayen og Íslands.

Frekari leit og mælingar eru síðan áformaðar á næsta ári. Fram kemur í frétt Reuters að rannsóknarskipið Harrier Explorer muni verða við þessara mælingar í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×