Viðskipti erlent

Somaxon höfðar mál gegn Actavis

Bandariska lyfjafyrirtækið Somaxon Pharmaceuticals hefur höfðað dómsmál gegn Actavis vegna meintra brota gegn einkaleyfi. Málið snýst um umsókn Actavis um að framleiða samheitalyfsútgáfu og lyfinu Silenor sem notað er gegn svefnleysi.

Fjallað er um málið í frétt á Reuters. Þar segir að Actavis hafi sent umsókn sína til bandarísku mat- og lyfjastofnunarinnar í október s.l. Þar sem farið var fram á leyfi til að framleiða samheitalyfsútgáfu af Silenor.

Í stefnu Somaxon gegn Actavis segir að umsóknin brjóti gegn einkaleyfi Somaxon og Silenor í 3 mg og 6 mg töflum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×