Viðskipti erlent

DnB NOR kosinn lélegasti banki Noregs

DnB NOR hefur verið kosinn lélegasti banki Noregs. Það var netbankinn Nordnet sem stóð að kosningunni í samstarfi við Novus. Alls tóku 1.000 Norðmenn þátt í kosningunni og svöruðu spurningum í kringum hana.

DnB NOR hafnaði nokkuð öruggt í fyrsta sæti yfir lélegustu bankanna en 40% töldu að hann ætti fyrsta sætið. Næst á eftir kom Sparebank1 með 22,1% „fylgi“ og í þriðja sæti var Postbanken með 13,9%.

Í tilkynningu frá Nordnet um kosninguna segir að niðurstaðan komi ekki á óvart. Gamaldags bankar hafi lengið misnotað traust viðskipavina sinna, taki há gjöld og séu tregir og ósveigjanlegir í starfsháttum sínum.

Þrjá helstu ástæður þess að menn völdu DnB NOR voru há gjöld, léleg þjónusta og stærðin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×